Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 24
Timarit Máls og menningar En ég tel það betra að tala um þetta og velta fyrir sér hugsanlegum orsök- um þess en að þegja yfir því og þar með sýna lesendum dægurbókmennta eingöngu fyrirlitningu. Sjálfsskilningur bókmenntamanna Meginvandinn er sá að í okkar þjóðfélögum er til menningarlegur klofn- ingur sem fagurbókmenntir og vikublöð eru aðeins hluti af. Ef við ætlum að gera okkur hugmynd um eðli þessa klofnings á sviði bókmennta, getum við tekið fyrir tilraunir bókmenntafræðinga til að afmarka dægurbók- menntir gagnvart öðrum tegundum menningarframleiðslu. Hvernig bók- menntafræðingar hafa litið á dægurbókmenntir, má sjá af því hvaða hug- tök þeir hafa myndað til þess að skilgreina þær. Það hefur verið talað um „kvantitetslitteratúr“, um „fjöldalesmr“, um „söluturnsbókmenntir", enn- fremur um „skemmtibókmenntir‘, „léttbókmenntir", „sorabókmenntir“, „undirmálsbókmenntir" og „eldhúströppubókmenntir“. Nær öll þessi hug- tök bera merki um fordóma í garð þeirra sem lesa vikublöð og skylt les- efni. Þetta getum við séð með því að búa til gagnstæð hugtök. Hið gagn- stæða við „kvantitetslitteratúr" hlýtur þá að vera „gæðabókmenntir“, hið gagnstæða við „skemmtibókmenntir“ verður „menntunarbókmenntir“ (eða kannske „leiðinlegar bókmenntir” blátt áfram). Andstæðan við „fjölda- lestur“ og „eldhúströppubókmenntir“ má segja að sé „bókmenntir handa útvöldum“ og „setustofubókmenntir“. Ef dægurbókmenntir eru léttar, lit- ríkar og skítugar, ja þá hljóta fínar bækur að vera þungar, litlausar og hreinar. Eða hvað? Vísindalegur blær þessara tilbúnu hugtaka bókmennta- fræðinga er aðeins til þess að fela menningar- og stéttafordóma, og ef til vill má sjá í þessum hrokafullu hugtökum skrípamynd af fínu menning- unni, framleiðendum, lesendum og gagnrýnendum. I tilraunum bókmennta- fræðinnar til að afmarka og skilgreina dægurbókmenntir sem fyrirbæri kemur mjög skýrt fram mótsagnakennd sjálfsmynd af borgaralegu menn- ingarlífi og stéttareðli þess. Það er býsna erfitt að finna upp orð til að lýsa dægurbókmenntum, orð sem eru ekki bundin við hleypidóma gagnvart þeim sem lesa þá tegund bóka. Sjálfsskilningur hámenningar og fínna bókmennta er villandi. Til dæmis um þetta ætla ég að draga upp þá mynd af þessum tveimur bók- menntategundum sem forsvarsmenn hámenningar hafa búið til. Annars 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.