Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 24
Timarit Máls og menningar
En ég tel það betra að tala um þetta og velta fyrir sér hugsanlegum orsök-
um þess en að þegja yfir því og þar með sýna lesendum dægurbókmennta
eingöngu fyrirlitningu.
Sjálfsskilningur bókmenntamanna
Meginvandinn er sá að í okkar þjóðfélögum er til menningarlegur klofn-
ingur sem fagurbókmenntir og vikublöð eru aðeins hluti af. Ef við ætlum
að gera okkur hugmynd um eðli þessa klofnings á sviði bókmennta, getum
við tekið fyrir tilraunir bókmenntafræðinga til að afmarka dægurbók-
menntir gagnvart öðrum tegundum menningarframleiðslu. Hvernig bók-
menntafræðingar hafa litið á dægurbókmenntir, má sjá af því hvaða hug-
tök þeir hafa myndað til þess að skilgreina þær. Það hefur verið talað um
„kvantitetslitteratúr“, um „fjöldalesmr“, um „söluturnsbókmenntir", enn-
fremur um „skemmtibókmenntir‘, „léttbókmenntir", „sorabókmenntir“,
„undirmálsbókmenntir" og „eldhúströppubókmenntir“. Nær öll þessi hug-
tök bera merki um fordóma í garð þeirra sem lesa vikublöð og skylt les-
efni. Þetta getum við séð með því að búa til gagnstæð hugtök. Hið gagn-
stæða við „kvantitetslitteratúr" hlýtur þá að vera „gæðabókmenntir“, hið
gagnstæða við „skemmtibókmenntir“ verður „menntunarbókmenntir“ (eða
kannske „leiðinlegar bókmenntir” blátt áfram). Andstæðan við „fjölda-
lestur“ og „eldhúströppubókmenntir“ má segja að sé „bókmenntir handa
útvöldum“ og „setustofubókmenntir“. Ef dægurbókmenntir eru léttar, lit-
ríkar og skítugar, ja þá hljóta fínar bækur að vera þungar, litlausar og
hreinar. Eða hvað? Vísindalegur blær þessara tilbúnu hugtaka bókmennta-
fræðinga er aðeins til þess að fela menningar- og stéttafordóma, og ef til
vill má sjá í þessum hrokafullu hugtökum skrípamynd af fínu menning-
unni, framleiðendum, lesendum og gagnrýnendum. I tilraunum bókmennta-
fræðinnar til að afmarka og skilgreina dægurbókmenntir sem fyrirbæri
kemur mjög skýrt fram mótsagnakennd sjálfsmynd af borgaralegu menn-
ingarlífi og stéttareðli þess.
Það er býsna erfitt að finna upp orð til að lýsa dægurbókmenntum, orð
sem eru ekki bundin við hleypidóma gagnvart þeim sem lesa þá tegund
bóka. Sjálfsskilningur hámenningar og fínna bókmennta er villandi. Til
dæmis um þetta ætla ég að draga upp þá mynd af þessum tveimur bók-
menntategundum sem forsvarsmenn hámenningar hafa búið til. Annars
14