Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 32
Tímarit Máls og menningar
í öðru lagi er fylgst með sölu þeirra vara sem auglýstar eru í blaðinu, og
í þriðja lagi eru vikublöð alltaf tekin með þegar gerðar eru markaðskann-
anir um neysluvenjur og lífshætti almennings.
I nýútkominni skýrslu, „Livsstil 1977“ frá markaðskönnunarstofnun
Berlingske útgáfufyrirtækisins, þar sem bak við standa óþekktir fjársterkir
aðilar, er öllum dönskum konum skipt niður í sjö flokka eftir aldri, heimilis-
fangi, neysluvenjum og lífsskoðunum og mörgu öðru. Það er í svona skýrsl-
um sem skrifarar vikublaðs geta leitað upplýsinga um þá sem þeir ætla
að skrifa fyrir: Er hægt að selja þetta eða ekki? Eigum við að miða þennan
texta við hóp númer fimm?
Þá er líka önnur leið sem vikublöð fara til þess að þekkja í smáatriðum
hugarfar og þarfir lesenda, en það eru lesendadálkar, t. d. um ástar- og
fjölskylduvandamál, læknisfræði og uppeldi. Lesandinn, eða reyndar les-
konan, því að það eru yfirleitt konur sem skrifa, á erfitt með að finna upp
á nýjum réttum, henni finnst að hún sé ómöguleg húsmóðir, hún er annað-
hvort of feit eða of grönn, hún hefur stundum höfuð- eða magaverk og er
stundum þungum áhyggjum haldin. Svar blaðsins við þessu öllu er: verm
róleg. Og þá er smngið upp á öllum þeim vandamálalausnum sem blaðið
sjálft, með vörum sínum og hugmyndum, gemr ýtt undir.
Vandamál lesenda koma líka skýrt fram í stjörnuspám, þar sem alltaf
er gert ráð fyrir að aumingja lesandinn eigi við þrenns konar vandamál að
glíma: peningaleysi, ógnun gegn kjarnafjölskyldu og hjónabandi og ættar-
vandamál eins og t. d. afbrýðisama sysmr. Aldrei er fjallað um stjörnu-
speki vinnustaðarins, svo ég nefni ekki pólitík. I stjörnuspám gemr les-
andinn þekkt sjálfan sig: áhyggjufull, kúguð kona sem alltaf verður að
fara varlega og spara eins og hún gemr.
En hið gagnstæða við þetta eymdarlega hversdagslíf lesenda er líka til
í blöðunum, í auglýsingamyndum af þeim ríku, eins og við höfum þegar
séð, og í frásögnum um þekktar persónur, einkum karlmenn, sem eru vel
á veg komnar, búa á fallegum heimilum, eignast sæt og hraust börn o. s. frv.
Þó er lögð áhersla á að fína fólkið, og jafnvel Margrét drottning og Hinrik
prins og indælu synirnir þeirra, eru þegar til kemur nákvæmlega eins og
við erum öll. Þannig verður lesandanum kleift að sjá líf sitt endurspeglað
í lífi fína fólksins, og þannig er breitt yfir stéttaandstæður og arðrán. Við
erum jú öll eins.
20