Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 34
Tímarit Máls og menningar
blaðanna til útivinnu. Nú er því haldið fram að börnum sé skaðlegt að
móðirin vinni úti, og reynt er að endurvekja gamla hefðbundna heima-
framleiðslu nauðsynjavara eins og brauðs. Þannig eru vikublöðin á tímum
kapitalískrar kreppu nákvæmur jarðskjálftamælir þjóðlífs og hugsunar-
hátta.
Hingað til hef ég reynt að tala sem minnst um sögur vikublaðanna, í
fyrsta lagi vegna þess að þær mynda miklu minni hluta efnis en áður sök-
um tæknilegrar þróunar sem hefur haft í för með sér m. a. flotta lit-
prentun, auk þungrar áherslu á vörur. I öðru lagi hef ég reynt að sneiða
hjá sögunum vegna þess að þær hafa skapað þá fjarstæðu kenningu að
vikublöð eigi ekkert skylt við veruleikann. Eins og við höfum séð er alltaf
tekið tillit til veruleika lesandans, einkum til vimndar hans um líf sitt. Sú
hugmyndafræði, sem kemur fram í vikublöðum, hin yfirlýsta hugmynda-
fræði, á mikið sameiginlegt með þeirri hugmyndafræði sem lifir í vimnd
fólks og kemur m. a. fram í lesendabréfum þess, hinni lifuðu hugmynda-
fræði. Vikublöð má skoða sem tilraun í formi vöru til að túlka veruleik-
ann fyrir lesendum og hvetja þá til að leysa vandamál sín með því að
kaupa sig frjálsa. En hugmyndafræði þessi snýst um fjölskyldu og hjóna-
band.
Sem dæmi um hugmyndafræði í vikublaðasögum ætla ég að rekja inni-
hald lítillar sögu sem stóð í Familie-Journalen 1977. Hún heitir „Kostbare
dage“ og fjallar um hjúkrunarkonu, Inge, sem sér um ungan og efnilegan
verslunarmann sem hefur gengist undir uppskurð. Claus Riis er ekki venju-
legur verslunarmaður, en hefur með sér á spítala bækur og leikrit: fagur-
bókmenntir. Þá kemur ung kona, Vera Berg, æskuvinur Claus, sem hefur
frétt um glæsiferil hans og er auk þess nýskilin. Hún hittir Inge og segist
ætla að tala við Claus, en það er ekki hægt, því að hann sefur. I staðinn
býður konan Inge heim til sín og biður hana hjálpa sér að skrifa honum
ástarbréf. Inge hefur sjálf mikinn áhuga á skáldskap og semur heita ástar-
kveðju í nafni Veru Berg. En Claus sér í gegnum allt og segir Inge frá
ást sinni, og þau kyssast undir lokin.
Það er ljóst að hér er góð kona, Inge, sem er hjúkka og Ijóðræn, og
slæm kona, Vera, sem hugsar bara um peninga. Hin réttu fá hvort annað,
en til hvers ætti Inge að giftast Claus, ef það væri ekki vegna þess að
hann er ungur, efnilegur og ríkur? Og hvers vegna eru fínar bókmenntir
notaðar sem gæðastimpill ef persónurnar sem lesa þær koma fram í viku-
blaði, þ. e. a. s. dægurbókmenntum? Vegna þess að það er forsenda fyrir
22