Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 48
Tímarit Máls og menningar hvar eigi að ætla þeim stað í tignarstiga bóka. Hvort tveggja er tengt því að skáldsögur Guðrúnar eiga sér rætur í öðrum aðstæðum en þeim sem nú ríkja á bókamarkaði og í sagnasmiðjum. Guðrún er, eins og menn vita, þekktust í hópi lítt eða ekki skólagenginna höfunda úr alþýðustétt sem skrifa skáldsögur um íslenskt bændasamfélag. Afstaða þeirra til verks síns hefur í reynd verið önnur og „saklausari“ en afstaða útsmoginna atvinnu- manna alþjóðlegs skemmtisagnamarkaðar. Guðrún frá Lundi skrifaði til dæmis áratugum saman skáldsögur án þess að vita hvort sögur hennar mundu út gefnar. Sögur þessara höfunda byggja annars vegar á upprifjun á eigin reynslu, á uppvaxtar- og þroskaárum þeirra í íslensku dreifbýli fyrr á öldinni. Þessi efnisþáttur gefur bókum þeirra jarðsamband, styrkir þær með raunsæis- legum lýsingum úr daglegu lífi. A hinn bóginn hafa þessir höfundar bók- legar fyrirmyndir (bæði frá frumbýlingsárum íslenskrar skáldsögu og úr þýddum skemmtisögum), sem ráða miklu um það hvað er talið áhugavert í skáldsögu, hvernig tilfinningum er lýst, hvaða mat er lagt á persónur og atburði. Þessar fyrirmyndir — æði misjafnar að sönnu — gerast einatt mjög ráðríkar og þoka verkum þessara áhugamanna um skáldsagnagerð mjög nálægt hinni alþjóðlegu skemmtisögu. Guðrún frá Lundi er sá höf- undur sem einna best kemst frá þessari blöndu. Þegar á heildina er litið munu flestir íslenskir afþreyingarhöfundar standa mun nær hinni alþjóð- legu formúlu en Guðrún. Þetta á bæði við „sakleysingja“ hennar kynslóðar og þá sem yngri eru og vita mætavel hvað þeir eru að gera þegar þeir reyna að „hanna“ metsölubækur um sína kynslóð borgarbarna. 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.