Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 50
Tímarit Máls og menningar tekist að búa til sölubækur með skrumauglýsingum og öðrum aðferðum hefur útgefendum þó oftlega brugðist bogalistin. Bókin sem átti að slá í gegn hreyfist varla meðan bókin sem gefin var út upp á grín eða til að hughreysta höfundinn slær öll met. Það er ekki einu sinni víst að bók um kynvilltan fjársvikara í trúnaðarstöðu, sem stingi sér niður um skorstein á nýársnótt á æsilegum flótta undan CIA, KGB og rannsóknarlögreglunni og hasshundinum yrði metsölubók. En hér var ekki ætlunin að útlista kaupsýsluiögmál á bókamarkaði og þaðan af síður að upphefja harmagrát út af vonsku og menningarleysi kapítalismans, þótt það séu ævinlega holl íhugunarefni, ekki síst lesendum bókmenntatímarita. Miklu fremur var ætlunin að ræða lítið eitt um stétta- skiftingu bókmenntanna og minnast á fínar bókmenntir og ófínar. Þrátt fyrir allt jafnréttistal eru mönnum þær grillur býsna tiltækar að ein starfsgrein sé fínni en önnur, samanber: háskólaprófessor og barna- kennari, heildsali og húsfreyja, læknir og leigubíIstjóri, lögfræðingur og lögregluþjónn. Þessi viðhorf eiga sér skýringar í mynstri þess þjóðfélags sem telur græðgi, eigingirni og ofbeldishneigð til höfuðdyggða, og eru að sjálfsögðu viðurstyggð í augum sósjalista. En margur sósjalistinn, sem fyrirlítur allt tal um að ein starfsgrein sé fínni en önnur, gleypir hrátt það viðhorf að bókmenntagreinar séu mis- munandi fínar: ljóðabækur séu fínni en ástarsögur, þráðlausar sögur fínni en sögur með þræði, harmleikir fínni en gamanleikir og allar bækur fínni en barnabækur, nema ef vera skyldi kerlingabækur og miðla- og huldu- læknarit. Afhverju í ósköpunum er verið að draga bækur og þar með lesendur þeirra í fínan dilk og ófínanPAfhverju er alltaf verið að segja fólki til helvítis? Er það ekki nóg að fámennur hópur hirði arðinn af striti allrar alþýðu án þess að annar hópur enn fámennari geri sér það til dundurs að þykjast öllu ráða yfir menningu þjóðarinnar með því fáránlega snobberíi, sem er sundurliðun bókmennta í fínar greinar og ófínar? Nú finnst sennilega mörgum tímabært að gerast ósammála og misskilja þessi orð og rangtúlka þau, til dæmis með því að segja, að sá sem heldur hér á penna sé þeirrar skoðunar, að allar bækur séu jafngóðar og jafn- þarfar, eða með því að meina að skoðun greinarhöfundar sé sú, að vin- sældir bóka séu hinn eini rétti mælikvarði á ágæti þeirra. Sá misskilningur leiðréttist hér með. Hitt er svo annað mál, að hér er verið að fullyrða að allar bókmennta- 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.