Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 58
Á fundi með nokkrum stúdentum
Helgi Hálfdanarson
Heilsaði hún mér drottningin
Skyldi margur íslendingur minnast þess, hvenær hann lærði ljóð það, sem
hefst á orðunum Stóð ég úti í tunglsljósiP Líklega hafa flest okkar kunnað
kvæðið um álfadrottninguna lengur en við munum til. Svo vandlega tókst
Jónasi að gróðursetja í jarðvegi íslenzkrar menningar þetta ljóð hins þýzka
skáldbróður síns:
Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég útvið skóg;
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg;
blésu þeir á sönglúðra og bar þá að mér fljótt
og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.
Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund,
hornin jóa gullroðnu blika við lund,
einsog þegar álftir af ísa grárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.
Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það útaf ástinni ungu, sem ég ber?
Eða var það feigðin, sem kallar að mér?
í vitund íslendinga er nafnið Jónas Hallgrímsson samgróið öllu sem
íslenzkt er, landinu, sögunni, tungunni, eðli og einkennum íslenzkrar nátt-
úru, heimm grasa og dýra. Hraundrangi, Hekla, Kolbeinsey, Réttarvatn;
jökull, berjalaut, brekkusóley, þröstur; nafnið Jónas Hallgrímsson er sam-
nefnari þessa alls. Og nafn Jónasar bergmálar í örnefninu Gunnarshólmi
eins og rödd þeirrar ættjarðarástar, sem með alúð og staðfestu verndar ís-
lenzkt þjóðlíf, íslenzka mngu og menningu, þótt öfl eyðingar fari ham-
fömm.
46