Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 68
Tímarit Mdls og menningar
Skyldi vera við hana bundin einhver kær minning, svo dýrmæt, að hugur-
inn á þangað erindi sí og æ? Enginn veit það.
En sumarið 1828 hafði Jónas farið hér um, og sú ferð varð honum
hugstæðari en allar aðrar. Trúlegt má telja, að Laufásklerkur, sem þá fór
norður öræfi ásamt 16 ára dóttur sinni og tvítugum skólapilti úr Oxnadal,
hafi að eðlilegum hætti valið hér áningarstað á gróðurskika þar sem lækur
rann. Hver veit, nema einmitt hér hafi tár blómálfa verið kysst úr kross-
grasi, á þeim stað, sem síðan varð skáldinu öllum stöðum hjartfólgnari?
Hvert veit, nema þá hafi verið töluð hér þau orð, sem aldrei hættu að
óma, örfá orð, sem enginn var vitni að, nema „ískaldur Eiríksjökull"?
Hver veit, nema einmitt hér hafi kviknað neistinn að yndislegasta ástaróði,
sem íslenzk tunga geymir?
Ef til vill hefur kvæðið Ferðdok verið lengi í smíðum. Svo gæti jafn-
vel virzt, sem loka-erindið hafi orðið til mörgum árum eftir að kvæðið
var að öðru leyti fullsamið. Það er ekki oft, að kvæði ljúki jafn-meistara-
lega og með næst-síðasta erindi Ferðdoka. Upphafs-orð ljóðsins vissu að
skýinu, sem huldi stjörnuna. Hér bergmála þau aftur, en vita nú að stjörn-
unni, sem skín að skýjabaki. Astin hefur lifað harm sinn. Þetta undursam-
lega tilbrigði við upphaf ljóðsins „lokar“ kvæðinu svo gersamlega, að
kraftaverk þarf til að auka þar við einu orði, án þess að skemma kvæðið.
Þetta kraftaverk vann Jónas, ef til vill löngu síðar, og með því gerði hann
þetta ljóð að nýrri stjörnu á festingunni.
Heine segir í frægu ljóði:
Der Tod, das ist die kúhle Nacht.
En Jónas segir á einum stað:
Dauðinn er hreinn og hvítur snjór.
Jónas, hið rómantíska skáld, forðaðist að jafnaði hið rómantíska myrkur
í ljóðum sínum. Jafnvel dauðinn er í vitund hans hvítur snjór, hreinn ís,
bjartur jökull. Dauðinn og andhverfa hans, ástin, eiga stundum kynlega
samleið í ljóðum þessara tveggja snillinga; enda aldrei að vita, hvort bros
álfadrottningarinnar er útaf ástinni ungu, eða boðar feigð. En ást Jónasar
var ekki rödd næturgala í dimmum skógi, heldur björt stjarna á bak við
ský.
56