Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 80
Tímarit Máls og menningar
með hugtökum eins og „markviss“, „raunhæft“, „stöðugleiki“, „ákveðni"
og „traust“. Orðin „lýðræði" og „pyntingar“ koma ekki fyrir í greininni, og
ekki er þar heldur fjallað um skiptingu þjóðartekna né um fjárveitingu til
herjanna, til fyrirgreiðslu erlendra fyrirtækja eða til kennslumála og heil-
brigðisþjónustu. Orðið „undirokun" kemur aðeins einu sinni fyrir, þá í
eftirfarandi samhengi:
Sameiginlegt rómönskum herstjórnum er að þær hafa — eða þykjast
hafa — félagslegar og efnahagslegar framfarir að markmiði, ekki að-
eins lög og reglu. Þegar þær hins vegar verða að velja, eru þær lík-
legar til að fresta félagslegum umbómm þar sem þær séu ekki eins
mikilvægt markmið og efnahagsleg uppbygging [sic! hvað sem það
nú merkir] og stjórnarfarslegur stöðugleiki, en það hefur í för með
sér ýmis stig undirokunar.
Sameiginlegt er að herforingjaklíkurnar „þykjast hafa að markmiði“ fé-
lagslegar umbæmr en þeim gæti misheppnast að ná því markmiði á okkar
tíð.
Ruglingslegar afsakanir á borð við þetta fylla allar útskýringar í Busi-
ness Week á velferð, tekjudreifingu og pólitískum straumum í rómönsku
Ameríku. Business Week er jafnvel vel sátt við ástandið í Chile, en „efna-
hagur landsins hafði verið lagður í rúst“ af Allende! Ekki er minnst á
CIA eða ITT. Arangur fasistanna „hefur ekki komið fram til fulls vegna
hins mikla samdráttar og öfgakennds mælikvarða haftastefnunnar" —
iðnaðarframleiðsla dróst lítillega saman á valdatíma Allende, en vísitala
iðnaðarframleiðslu hefur fallið úr 113 í 78 stig síðan herforingjaklíkan
náði völdum. Verjendur geta tæpast verið öfgafyllri né óhæfari. Aðal-
atriðið er samt það að tímarit, sem er fulltrúi upplýstra bandarískra fjár-
málahagsmuna, skuli opinbera slíka gagnrýnislausa hrifningu á fasisma í
þriðja heiminum, en hún byggist augsýnilega á jákvæðum áhrifum hans
fyrir bandarísk fyrirtæki. Öll neikvæð áhrif fasismans á hag meirihluta
almennings skipta hér alls engu máli.
í stuðningnum við fasismann í þriðja heiminum fara saman efnahags-
legir og hernaðarlegir hagsmunir: Herforingjaklíkurnar eru alla jafnan
skjólstæðingar bandarískra hernaðaryfirvalda, þær eru samstarfsaðilar í
herstöðvum Bandaríkjanna og sérhæfa sig í að uppræta undirróðursöfl og
þá sem mótmæla og draga í efa réttmæti lepptengslanna við Bandaríkin.
66