Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 86
Tímarit Máls og menningar
straum og fjárfestingu tengda honum (flugvallabyggingar, hótel fyrir er-
lenda gesti o. s. frv.). Árið 1968 voru sett lög um örvun til fjárfestinga,
sem námu burt allar hömlur á eignarrétti útlendinga, en veittu nýjum fjár-
festingaraðilum rausnarlegar undanþágur frá tollum og sköttum og tryggðu
greiða leið fjármagns og gróða út úr landinu. Bandarísk fyrirtæki hafa
hópast inn í landbúnað, matvælaframleiðslu, námagröft, bankarekstur og
ferðamannaviðskipti. Gulf & Western er stærsti landeigandinn og atvinnu-
rekandinn í landinu, á meira en 10% alls ræktanlegs lands — að mestu
sykurræktarlönd — og margar ferðamiðstöðvar. Þessi samsteypa er einnig
einkarekandi að stóru skattfrjálsu svæði nálægt Cajuiles-golfvöllunum, sem
Gulf & Western eiga líka. Ein hinna mörgu auglýsinga Dóminíska lýð-
veldisins í Neiv York Times — þær eru að miklu leyti fjármagnaðar með
„framlagi" erlendra fyrirtækja í landinu — segir að fyrirtæki, sem komi
sér fyrir á hinu skattfrjálsa svæði G & W, „fá sérstök tollfríðindi fyrir inn-
og útflutning. Þau verða einnig skattfrjáls í tíu ár.“
Fjórða einkenni dóminísku fyrirmyndarinnar, nátengt hinu síðasttalda,
er að yfirvöld halda verkafólki í skefjum, en það er ófrávíkjanlegt skilyrði
fyrir góðu „fjárfestingarandrúmslofti“. Eins og fram kemur hér að fram-
an hafa kerfisbundin hryðjuverk lögreglunnar eftir 1965 gert hina fjöl-
mörgu öreiga og útskúfaða í borgunum óskaðlega, en ennþá greiðar hefur
gengið að halda sveitafólkinu í skefjum með fyrirvaralausum ofbeldis-
árásum og hótunum. I auglýsingu Dóminíska lýðveldisins í New York
Times frá 28. janúar 1973 segir í fyrirsögn: „Iðnrekendur dreymir
um tækifæri eins og þessi“; hún snýst um hin lágu laun — þau eru frá
25 og upp í 50 cent á tímann. Auglýsingin leggur áherslu á þátt laganna
í að ákveða vinnutímann og launin og í að leyfa frjálsan innflutning á
erlendum tæknimönnum. Það er ekki minnst á verkalýðssamtök, en at-
hafnamenn geta lesið milli línanna að verkaiýðssamtökin hafa verið brotin
á bak aftur og friðuð. Það er einkar athyglisvert, að ávallt er beitt lög-
reglu eða her til að sigrast á sjálfstæðum verkalýðssamtökum. Til dæmis
voru samtök landbúnaðarverkamanna, „Sindicato Unido“, sem störfuðu á
landi Gulf & Western, barin niður með lögregluaðgerðum 1966 og 1967
og margir af leiðtogum þeirra, þar á meðal lögfræðingur samtakanna,
Guido Gil, voru fangelsaðir og drepnir af vörðum laga og reglu. Annað
erlent risafyrirtæki, Falconbridge Nickel, sigraðist á verkalýðssamtökum
með hjálp hers og lögreglu árið 1970. Frá því segir í Wall Street Joumal
9. september 1971: „Þegar verkalýðssamtök reyndu að skipuleggja aðgerðir
72