Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 93
Guðbergur Bergsson
Þarna flýgur hún Ella
Til Jóns Ó. Ragnarssonar
Þetta hófst á þeim tímum þegar næstum því engu var fleygt. Hver hlutur
var hagnýttur af fremsta megni. Smndum voru hlutirnir notaðir svo lengi
að þeir urðu ókennilegir. Þeir áttu til að breytast í lögun við ótal við-
gerðir. En kæmi það einkennilegur hlutur úr viðgerð, að ekkert líktist
þeim sem í hana fór, og óvíst var til hvers hann var nýtur, þá fleygði fólk
þeim hlut, þó ekki vegna þess að hann væri ónýtur í raun og veru, heldur
af einskærum ótta almennings við allt óþekkt.
Maðurinn, sem á kannski eftir að birtast í hug okkar þegar líður á
söguna, gerði við potta, kirnur og könnur. Einnig spengdi hann brotna
bolla, saumaði saman sprungnar undirskálar og diska, smíðaði og bætti
skó. Aron hét hann og viðgerðir hans voru kallaðar aronsering. Eitt helsta
afrek hugvits hans hafði verið smíði borvélar, sem gataði þannig undir-
skálar og diska að hægt var að hefta saman sprungurnar með þræði. Bor-
vélin var margbrotið verkfæri með tannhjól á fimm stöðum, og voru þau
tálguð úr tvinnakeflum.
Sá var siður Arons að starfa á daginn í kjallara hússins. Loftið í kjall-
aranum lyktaði af súru deigi, sem hann klístraði á skinnurnar, sem hann
lagði bæði innan og utan á lögg ílátanna og hnoðaði fastar með blýnagla.
Deigið átti að tryggja að ekki læki fram með skinnunum.
Aron var gamall maður einkar vinsæll hjá krökkum. Börnin sátu hjá
honum í kjallaranum með hemil á fingrunum, og létu sér nægja augna-
yndið af óteljandi tækjum: stílum, borum, hnoðnöglum, dósum með
skinnum og hömrum af ýmsum stærðum.
I kjallaranum var geymt heilmikið safn margvíslegs en heldur fátæklegs
dóts. Eólk fleygði ekki einu sinni drasli, en stöku sinnum fórst skip og
brimið rak brak úr því inn í bása. Aron bjargaði því undan sjó. Sérhver
hlutur var honum til einhverra nota eða íhugunar. Aron bar engan ótta
í brjósti til ókennilegra hluta. Þeir vöktu hjá honum sömu undrun og
aðdáun og himinhvolfið og hugsanir um eilífðina. Aroni hafði meira að
79