Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 96
Tímarit Máls og menningar
kerfi hússins. Eitthvert ráð varð hann að finna, þegar hann heyrði ekki
köll Ellu í eldhúsinu fyrir skrölti borvélarinnar og vindgnauði, eftir að
hann reif þröskuldana. Heyrnarleysi hans gerði Ellu gramt í geði.
Nú eru ganglimir hennar orðnir gagnslausir, en munnurinn farinn að
mala á réttum stað, sagði Aron við krakkana. Ella er í tálknunum eins og
taugastríðið í mér, bætti hann við ef mikið hvein í tálknunum á henni.
Aron hafði lengi hugsað sitt ráð. Síðan lagði hann fremur mjóar pípur
um allt húsið, og stóðu endar þeirra opnir í öllum herbergjum. Trekt var
stungið í pípuopin, en síðan tappi rekinn í hverja trekt nema þá í kjall-
aranum. Rifrildi Ellu rann þess vegna stöðugt úr eldhúsinu í eyra Arons,
en ekki inn til tengdadótturinnar. Hún var nógu þreytt á þeim hjónunum.
Og þyrfti Aron að fara upp til Ellu, reis hann á fætur og sagði:
Krakkar, nú verðið þið annaðhvort að fara snöggvast út eða heita mér
að snerta ekki á nokkrum hlut hér inni.
Hann tók af sér gleraugun, væri hann með þau og óþekkt í sjóninni.
Hann lagði þau andartak frá sér á vinnuborðið á meðan fleyg sjónin flutti
hugboð um, hvaða erindi Ella ætti við hann. Sjón augnanna var nú orðin
svo einkennileg að Aron sá oftast regnboga í kringum Ellu, einkum kring-
um höfuðið.
Krakkarnir kusu heldur að fara úr kjallaranum en fá ekki að róta við
neinu þar inni. Þetta voru ekki það skyldurækin börn að þau óttuðust
ístöðuleysi æskunnar, heldur fengu þau nú tækifæri til að spreyta sig á
galdradyrum kjallarans. Þegar þau komu út toguðu þau tappann úr dyra-
trektinni, munduðu hamarinn og spurðu, hvort Aron væri vant við látinn.
Hann svaraði að venju:
Hurðin opnast með háttalykli.
Krakkarnir héldu í fyrsm háttalykil vera ósýnilegan lykil, sem guð
rétti þeim á kvöldin, þegar þeir urðu syfjaðir og vildu fara í háttinn, og
lykillinn gengi að dyrum svefns og drauma, þannig lykist draumakjallar-
inn ekki upp fyrr en þeir væru orðnir syfjaðir eftir langa bið fyrir framan
dyrnar. En núna vissu þeir að galdurinn við að ljúka upp draumadyrunum
fólst í því að geta hitt rétta naglann á höfuðið. A kjallaradyrunum var
gaddahurð útrekin óteljandi nöglum og vom þeir allir eins. Hitti hamar-
inn á rétta nagla spratt hurðin upp með þvílíkum bresmm í ósýnilegri
fjöður, að óðar gleymdist á hvaða nagla hafði verið barið. Það fannst
krökkunum gaman, hvað alltaf var jafn erfitt að komast í gegnum dyrnar.
Og Aron sagði:
82