Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 96
Tímarit Máls og menningar kerfi hússins. Eitthvert ráð varð hann að finna, þegar hann heyrði ekki köll Ellu í eldhúsinu fyrir skrölti borvélarinnar og vindgnauði, eftir að hann reif þröskuldana. Heyrnarleysi hans gerði Ellu gramt í geði. Nú eru ganglimir hennar orðnir gagnslausir, en munnurinn farinn að mala á réttum stað, sagði Aron við krakkana. Ella er í tálknunum eins og taugastríðið í mér, bætti hann við ef mikið hvein í tálknunum á henni. Aron hafði lengi hugsað sitt ráð. Síðan lagði hann fremur mjóar pípur um allt húsið, og stóðu endar þeirra opnir í öllum herbergjum. Trekt var stungið í pípuopin, en síðan tappi rekinn í hverja trekt nema þá í kjall- aranum. Rifrildi Ellu rann þess vegna stöðugt úr eldhúsinu í eyra Arons, en ekki inn til tengdadótturinnar. Hún var nógu þreytt á þeim hjónunum. Og þyrfti Aron að fara upp til Ellu, reis hann á fætur og sagði: Krakkar, nú verðið þið annaðhvort að fara snöggvast út eða heita mér að snerta ekki á nokkrum hlut hér inni. Hann tók af sér gleraugun, væri hann með þau og óþekkt í sjóninni. Hann lagði þau andartak frá sér á vinnuborðið á meðan fleyg sjónin flutti hugboð um, hvaða erindi Ella ætti við hann. Sjón augnanna var nú orðin svo einkennileg að Aron sá oftast regnboga í kringum Ellu, einkum kring- um höfuðið. Krakkarnir kusu heldur að fara úr kjallaranum en fá ekki að róta við neinu þar inni. Þetta voru ekki það skyldurækin börn að þau óttuðust ístöðuleysi æskunnar, heldur fengu þau nú tækifæri til að spreyta sig á galdradyrum kjallarans. Þegar þau komu út toguðu þau tappann úr dyra- trektinni, munduðu hamarinn og spurðu, hvort Aron væri vant við látinn. Hann svaraði að venju: Hurðin opnast með háttalykli. Krakkarnir héldu í fyrsm háttalykil vera ósýnilegan lykil, sem guð rétti þeim á kvöldin, þegar þeir urðu syfjaðir og vildu fara í háttinn, og lykillinn gengi að dyrum svefns og drauma, þannig lykist draumakjallar- inn ekki upp fyrr en þeir væru orðnir syfjaðir eftir langa bið fyrir framan dyrnar. En núna vissu þeir að galdurinn við að ljúka upp draumadyrunum fólst í því að geta hitt rétta naglann á höfuðið. A kjallaradyrunum var gaddahurð útrekin óteljandi nöglum og vom þeir allir eins. Hitti hamar- inn á rétta nagla spratt hurðin upp með þvílíkum bresmm í ósýnilegri fjöður, að óðar gleymdist á hvaða nagla hafði verið barið. Það fannst krökkunum gaman, hvað alltaf var jafn erfitt að komast í gegnum dyrnar. Og Aron sagði: 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.