Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 106
Paul Mattick
Lenínisminn og verkalýðshreyfing
vesturlanda
SÍÐARI HLUTI
Þriðja alþjóðasambandið
Rússneska byltingin var afurð fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Lenín taldi að án
styrjaldarinnar hefði byltingin „ef til
vill ekki orðið fyrr en mörgum áramg-
um síðar“. En Rússland var sá hlekkur
í keðju heimsvaldastefnunnar sem var
„veikastur og þar með sá sem úrslitum
réði“ og varð því útgangspunktur heims-
byltingarinnar gegn heimsvaldasinnuðu
auðskipulagi. Marx og Engels álitu
heimsvaldastefnuna ekki fara með neitt
sérstakt hlutverk í því að hrinda af stað
öreigabyltingunni. Að mati þeirra
myndu mótsagnir háþróaðs auðskipulags
knýja fram byltingu, þótt þeir teldu
möguleika á því að bylting í Rússlandi
gæti leitt til byltingar í allri Evrópu.
Lenín taldi heimsvaldastefnuna vera
orðna að lífsnauðsyn fyrir auðskipulag-
ið. Því ættu allar þjóðir, án tillits til
þróunarstigs þeirra, heima í þeirri bylt-
ingarhreyfingu sem beindist gegn heims-
valdastefnunni. Byldngin yrði því ekki
aðeins í Rússlandi, heldur um allan
heim alþýðubylting, þar sem verkamenn
og bændur skiptu meginmáli. Því mátti
skilja heimsbyltinguna sem stækkaða
eftirlíkingu af rússnesku byldngunni,
þannig að reynslan af rússnesku bylting-
unni varpaði ljósi á vandamál heims-
byltingarinnar. I samræmi við það
nefndi Stalín lenínismann „marxismann
á tímaskeiði heimsvaldastefnunnar".
Sá árangur, sem náðst hafði í Rúss-
landi, gerði Lenín enn vissari í sinni sök
um að skipulagsreglur bolsévika væru
óhjákvæmilegar. Þær áttu líka að vera
grundvöllur þess nýja alþjóðasambands
sem stofna átti. Það hafði legið ljóst
fyrir þegar frá stríðsbyrjun að mynda
yrði byltingarsinnað alþjóðasamband
gegn 2. alþjóðasambandinu, sem orðið
var pólitískt gjaldþrota. Hið nýja sam-
band skyldi tengja saman þá andstöðu
gegn þjóðrembu sósíaldemókrata, sem
var að myndast í öllum löndum. Bylt-
ingin í Rússlandi flýtti fyrir myndun
alþjóðasambandsins, en setti það undir
valdboð byltingarinnar og þar með, þeg-
ar öllu var á botninn hvolft, undir yfir-
ráð þess bolsévikaflokks sem orðinn var
að ríkisvaldi. Frá upphafi var það verk-
efni alþjóðasambandsins að verja rúss-
nesku byltinguna, hvort sem það átti að
gerast með því að breiða hana út til
annarra landa eða með því að verja
Rússland gegn árásum alþjóðlegrar borg-
arastéttar.
Hinn byltingarsinnaði hluti sósíal-
ískrar hreyfingar fagnaði rússnesku bylt-
ingunni hvarvetna. Þann fögnuð mátti
ekki einungis merkja hjá vinstra armi
92