Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 108
Tímarit Máls og menningar fyrir áframhaldandi róttæknisþróun með- al verkalýðsins. Það er einungis hægt að fullreyna það í sjálfri stéttarbaráttu ör- eiganna, hvort tvísýnt ástand leiðir til byltingar, og það var verkefni byltingar- sinnanna að undirbúa nýjar uppreisnir. I löndum Vestur-Evrópu gat verkefnið einungis falist í baráttu gegn þingræðis- legu lýðræði, baráttu gegn þeim flokk- um og verkalýðsfélögum, sem voru í bandalagi við borgarastéttina, og á þann hátt í baráttu fyrir ráðaskipulaginu og verkalýðsalræði í þess orðs sönnustu merkingu. I þessum löndum var hvorki til byltingarsinnuð bændahreyfing né byltingarsinnuð millistétt, sem öreiga- stéttin gæti átt samstöðu með í valda- töku. En með tilliti til samfélagslegrar stöðu vestur-evrópskrar verkalýðsstéttar og þess styrks sem liggur í einstöku fjölmenni hennar, var hún fyllilega fær um að yfirvinna pólitíska og hernaðar- lega veikleika sína með því að yfirtaka efnahagslífið. Samt sem áður varð öll frekari viðleitni til að þróa öreigabylt- inguna áfram árangurslaus. Eins og þegar hefur verið minnst á, var Lenín sannfærður um það upp úr 1920, að ekki væri lengur rétt að gera ráð fyrir byltingu í Vestur-Evrópu, en jafnframt að hættan á ósigri ráðstjórn- arinnar væri um garð gengin fyrst um sinn, vegna þess að á alþjóðlegum vett- vangi hefði myndast jafnvægi á milli stéttaaflanna og einnig hins að innbyrðis andstæður heimsvaldasinna hefðu auk- ist. Það sem skipti máli væri að nota þetta tækifæri til að endurreisa Rússland og byggja nýtt ríki. Þeir erfiðleikar, sem við var að etja í Rússlandi, gerðu ekki aðeins NEP-undanhaldið nauðsynlegt, heldur einnig undanhaldið frá hvers kyns byltingarsinnaðri utanríkisstefnu. Það ýtti enn undir þetta undanhald, að Lenín eygði möguleika á að flytja inn. erlent auðmagn og auka svigrúm Rúss- lands til athafna á heimsmarkaðnum. Öreigastétt Vesmr-Evrópu hafði brugðist, og sömuleiðis ollu þær þjóðir vonbrigðum, sem bjuggu við nýlendu- kúgun. Að vísu urðu víða til and-heims- valdasinnaðar hreyfingar, sem byggðu m. a. á kröfu Leníns um „sjálfsákvörð- unarrétt þjóða“ og sýndu valdstjórn bol- sévika samstöðu. Það varð þó ekki fyrr en með seinni heimsstyrjöldinni, sem afnám eða a. m. k. umbreyting á ný- lendustefnunni átti sér stað. í fyrstu höfðu bolsévikar aðeins aðlagað sig ai- mennu afskiptaleysi, en þeir töldu sig brátt neydda til að vera með öllu af- skiptalausir, til þess að tefla uppbygg- ingu Rússlands ekki í tvísýnu á nýjan leik. Eftir 1921 starfaði 3. alþjóðasam- bandið einungis með andbyltingarsinn- uðum hætti. Þannig lýsir Trotskí því yfir á þriðja þingi 3. alþjóðasambands- ins, þar sem hann er að fjalla um upp- reisnina í Miðþýskalandi: „Við megum ekki leyfa okkur að fela gagnrýnina á Mars-aðgerðina2Db með frösum, heldur erum við skyldugir til að segja þýskri verkalýðsstétt tæpitungulaust, að við álítum þessa árásarheimspeki stórhættu- lega og við lítum á það sem meiriháttar pólitískan glæp að fylgja henni eftir í verki."30 Á sama tíma þróaðist nýr yfirráða- hópur í Rússlandi, og var hann nátengd- ur flokknum. Sú krafa, sem kom fram fyrir byltinguna, um „jöfn laun og jafna vinnu" eins og Lenín setti hana fram í Ríki og byltingu, varð einungis að veruleika á tímabili hins svokallaða stríðs-kommúnisma, enda voru aðstæður þá slíkar, að brýna nauðsyn bar til að spara og nýta lífsviðurværið til hins ítrasta. Þess var þó ekki langt að bíða, 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.