Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 110
Tímarit Máls og menningar
ar. Væri ekki hægt að ná settu marki
með eigin vopnum, yrði að beita vopnum
burgeisanna gegn þeim sjálfum. Með
slóttugum klækjum yrði „rauða dipló-
mataliðið" að etja kapítalistum og
keppinautum hverjum gegn öðrum til
að verja hagsmuni Rússlands - og þar
með heimsbyltingarinnar. Það yrði að
færa sér í nyt gróðafíkn auðvaldsseggj-
anna til að lokka þá til fjárfestingar í
Rússlandi, sem myndi að sjálfsögðu,
þegar öll kurl væru komin til grafar,
ekki aðeins koma Rússlandi til góða,
heldur og heimsbyltingunni. „Rauðu
viðskiptin" þjónuðu þannig ekki aðeins
augnablikshagsmunum Rússlands, held-
ur yrðu á óbeinan hátt að tæki öreiga-
byltingarinnar. Borgarastéttin leyfði sér
þann munað að hafa þingræðisskipulag
og bauð flokknum þar með upp á „ræðu-
púlt fyrir byltingarsinnaðan áróður“ á
kostnað borgaralegs lýðræðis. Enginn
vafi léki á því að verkalýðsfélögin væru
gagnbyltingarsinnuð, en með því að
starfa innan þeirra hefðu menn mögu-
leika á að umbreyta þeim í verkfæri
byltingarinnar. Flokkurinn yrði að vera
eins og grár köttur á stjákli um allt
kerfið til þess að geta, þegar stundin
rynni upp, sýnt sitt rétta andlit í beinni
baráttu um völdin.
Þar með stefndi baráttufræði 3. al-
þjóðasambandsins því inn á þær ill-
ræmdu slóðir, sem sósíaldemókratar
höfðu gengið áður. Þjóðadeildum al-
þjóðasambandsins tókst að auka fylgi
sitt og öðlast aukið vægi innan auð-
skipulagsins með því að takmarka starf
sitt við atkvæðasmölun og samkeppni í
kosningum. Byltingarsinnaðir flokkar
fámennra forystuklíkna breyttust í fjölda-
flokka, án þess þó að innra skipulag
breyttist á þann veg, að dregið yrði úr
altæku miðstjórnarvaldi. Meðlimirnir
voru sviptir sjálfsforræði í nafni agans,
en lifðu á goðsögunni um rússnesku
byltinguna og litu á fylgisaukningu
flokksins sem fyrirheit um sigur bylt-
ingarinnar. Lenínisminn reyndist vera
eindæma samkrull af sósíaldemókratísk-
um hefðum, reynslu bolsévikaflokksins
og þörfum rússneska þjóðríkisins. A
grundvelli þessarar blöndu hefði aldrei
verið hægt að framfylgja byltingarstefnu
í Vestur-Evrópu, jafnvel þótt það hefði
verið verkefni 3. alþjóðasambandsins.
Lenínisminn fyrr og nú
Ef frá eru taldir þeir fáu, sem þekktu
vel til málefna rússnesku sósíaldemó-
kratanna, könnuðust menn almennt ekki
við Lenín í verkalýðshreyfingu Vestur-
Evrópu fyrir fyrra stríð. Það breyttist
þó vegna eindreginnar sósíalískrar af-
stöðu hans til styrjaldarinnar, en við það
lenti hann í sviðsljósinu, þegar endur-
reisn alþjóðlegrar byltingarhreyfingar
átti sér stað. Hann tilheyrði vinstri armi
Zimmerwald-hreyfingarinnar og rak
áróður fyrir því að styrjöldinni yrði
snúið upp í borgarastyrjöld og að al-
gjörlega yrði sagt skilið við annað al-
þjóðasambandið, svo og að myndaðir
yrðu nýir byltingarsinnaðir flokkar.
Skoðanaágreiningurinn milii Leníns og
vesturevrópskra vinstrisinna hvarf í
skuggann af sameiginlegum verkefnum,
og sigri bolsévikaflokksins var almennt
fagnað. Þrátt fyrir ótal fyrirvara og
gagnrýni á baráttuaðferðir bolsévika
fagnaði Rósa Luxemburg bolsévikabylt-
ingunni, af því að þar „var í fyrsta sinn
lýst yfir, að lokamarkmið sósíalismans
væri milliliðalaust stefnumið dægurbar-
áttunnar“.32 Rósa Luxemburg óttaðist
samt sem áður, að það alræðisvald, sem
bolsévikar tóku sér og beittu, gæti orðið
96