Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 110
Tímarit Máls og menningar ar. Væri ekki hægt að ná settu marki með eigin vopnum, yrði að beita vopnum burgeisanna gegn þeim sjálfum. Með slóttugum klækjum yrði „rauða dipló- mataliðið" að etja kapítalistum og keppinautum hverjum gegn öðrum til að verja hagsmuni Rússlands - og þar með heimsbyltingarinnar. Það yrði að færa sér í nyt gróðafíkn auðvaldsseggj- anna til að lokka þá til fjárfestingar í Rússlandi, sem myndi að sjálfsögðu, þegar öll kurl væru komin til grafar, ekki aðeins koma Rússlandi til góða, heldur og heimsbyltingunni. „Rauðu viðskiptin" þjónuðu þannig ekki aðeins augnablikshagsmunum Rússlands, held- ur yrðu á óbeinan hátt að tæki öreiga- byltingarinnar. Borgarastéttin leyfði sér þann munað að hafa þingræðisskipulag og bauð flokknum þar með upp á „ræðu- púlt fyrir byltingarsinnaðan áróður“ á kostnað borgaralegs lýðræðis. Enginn vafi léki á því að verkalýðsfélögin væru gagnbyltingarsinnuð, en með því að starfa innan þeirra hefðu menn mögu- leika á að umbreyta þeim í verkfæri byltingarinnar. Flokkurinn yrði að vera eins og grár köttur á stjákli um allt kerfið til þess að geta, þegar stundin rynni upp, sýnt sitt rétta andlit í beinni baráttu um völdin. Þar með stefndi baráttufræði 3. al- þjóðasambandsins því inn á þær ill- ræmdu slóðir, sem sósíaldemókratar höfðu gengið áður. Þjóðadeildum al- þjóðasambandsins tókst að auka fylgi sitt og öðlast aukið vægi innan auð- skipulagsins með því að takmarka starf sitt við atkvæðasmölun og samkeppni í kosningum. Byltingarsinnaðir flokkar fámennra forystuklíkna breyttust í fjölda- flokka, án þess þó að innra skipulag breyttist á þann veg, að dregið yrði úr altæku miðstjórnarvaldi. Meðlimirnir voru sviptir sjálfsforræði í nafni agans, en lifðu á goðsögunni um rússnesku byltinguna og litu á fylgisaukningu flokksins sem fyrirheit um sigur bylt- ingarinnar. Lenínisminn reyndist vera eindæma samkrull af sósíaldemókratísk- um hefðum, reynslu bolsévikaflokksins og þörfum rússneska þjóðríkisins. A grundvelli þessarar blöndu hefði aldrei verið hægt að framfylgja byltingarstefnu í Vestur-Evrópu, jafnvel þótt það hefði verið verkefni 3. alþjóðasambandsins. Lenínisminn fyrr og nú Ef frá eru taldir þeir fáu, sem þekktu vel til málefna rússnesku sósíaldemó- kratanna, könnuðust menn almennt ekki við Lenín í verkalýðshreyfingu Vestur- Evrópu fyrir fyrra stríð. Það breyttist þó vegna eindreginnar sósíalískrar af- stöðu hans til styrjaldarinnar, en við það lenti hann í sviðsljósinu, þegar endur- reisn alþjóðlegrar byltingarhreyfingar átti sér stað. Hann tilheyrði vinstri armi Zimmerwald-hreyfingarinnar og rak áróður fyrir því að styrjöldinni yrði snúið upp í borgarastyrjöld og að al- gjörlega yrði sagt skilið við annað al- þjóðasambandið, svo og að myndaðir yrðu nýir byltingarsinnaðir flokkar. Skoðanaágreiningurinn milii Leníns og vesturevrópskra vinstrisinna hvarf í skuggann af sameiginlegum verkefnum, og sigri bolsévikaflokksins var almennt fagnað. Þrátt fyrir ótal fyrirvara og gagnrýni á baráttuaðferðir bolsévika fagnaði Rósa Luxemburg bolsévikabylt- ingunni, af því að þar „var í fyrsta sinn lýst yfir, að lokamarkmið sósíalismans væri milliliðalaust stefnumið dægurbar- áttunnar“.32 Rósa Luxemburg óttaðist samt sem áður, að það alræðisvald, sem bolsévikar tóku sér og beittu, gæti orðið 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.