Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 111
Lenínisminn og verkalýðsbreyfing vesturlanda
hættulegt þegar bolsévikar gerðu nauð-
syn að dyggð, þ. e. a. s. „að þeir myndu
gera þá baráttuaðferð, sem erfiðar að-
stæður höfðu neytt þá til að beita, að
hluta fræðikenningar sinnar í einu og
öllu og ráðleggja öreigum heimsins að
gera hana að forskrift fyrir baráttuaðferð
sósíalista“.33
Það var einmitt þetta sem bolsévikar
gerðu og einmitt þetta sem er uppistað-
an í „Framlag til marxismans" eftir
Lenín. Jafnvel þótt Rósa Luxemburg
væri í pólitískri afstöðu sinni að nokkru
háð sósíaldemókratískum hefðum, sá
hún samt sem áður að þessi tegund al-
ræðis myndi einnig beinast gegn verka-
lýðnum sjálfum. Verkamennirnir, sem
beittu sér fyrir ráðaskipulaginu, vörðu
alræðið óhjákvæmilega með oddi og
egg, vegna þess að ráðaskipulagið þýðir
í raun alræði öreiganna. Þeir snerust
ekki gegn Lenín, af því að hann krafð-
ist alræðis, heldur vegna þess að hann
átti þá ætxð við flokks-alræði og vegna
þess að hann lagði til við vestur-evrópsk-
an verkalýð að hann sneri aftur á braut
sósíaldemókratískra starfshátta. Hluti
byltingarsinnuðu verkamannanna hafði
þó ekki glatað trúnni á byltinguna. Þótt
hún væri ekki í sjónmáli, töldu þeir það
óumflýjanlegt að segja með öllu skilið
við þingræðisbröltið og stéttarfélags-
hreyfinguna, vegna þess að sagan hafði
þegar sýnt fram á, að þessi pólitísku og
skipulagslegu form baráttunnar voru
ófullnægjandi. I augum þeirra var tæki
og markmið þessarar nýskipulagningar
einungis að finna í ráðahreyfingunni.
Um þetta mál klofnuðu kommúnista-
flokkarnir. Marxistarnir sem skipulagð-
ir voru í Kommunistische Arbeiter-
Partei og Allgemeine Arbeiter-Union
benm á, að þrátt fyrir sigra borgara-
stéttarinnar hlytu kjör verkalýðsins að
versna, þannig að áfram yrði kreppu-
ástand. Við því væri ekki að búast í
þessu ástandi að fagfélögin og þing-
ræðisflokkarnir gætu fullnægt þörfum
verkalýðsins, og því myndu þau glata
hlutverki sínu sem sáttasemjarar stétt-
anna og afhjúpa sig sem einber hand-
bendi borgarastéttarinnar. Þar eð enn
var byltingarástand, hlutlægt séð, skyldi
haldið áfram að byggja upp byltingar-
sinnaðar skipulagssveitir og sömuleiðis
að eyðileggja hefðbundna verkalýðs-
skipulagningu. Gegn þessari afstöðu
skrifaði Lenín sitt fræga ófrægingarrit,
Vinstri rótttskni, barnasjúkdómnr
kommúnismans (1921), og var því riti
brátt haldið á loft sem kjarna lenín-
ismans.
Afkoma verkalýðsins versnaði stöð-
ugt, en samt tókst vinstri kommúnist-
um ekki að byggja upp starfshæfar bylt-
ingarsveitir. Fjöldinn var sem bergnum-
inn undir áhrifavaldi hefðbundnu félag-
anna, en til þeirra töldust nú einnig
kommúnistaflokkarnir. Við hlið verka-
lýðsfélaganna voru nú tveir sósíaldemó-
kratískir flokkar sem greindu sig aðeins
hvor frá öðrum — og þó ekki alltaf -
með mismunandi frasanotkun. Annar
þjónaði þýskum kapítalisma, hinn þjón-
aði fyrst og fremst undir rússneskan
ríkiskapítalisma. Fræðikenning og starf
kommúnísku flokkanna, þ. e. lenínism-
inn, drottnaði nú í allri gervi-kommún-
ísku hreyfingunni og fékk brátt örlaga-
ríka viðbót með stalínismanum.
Marxisminn-Ienínisminn-stalínisminn
táknar hnignun heimshreyfingar. Hann
er tjáning þess ósigurs sem öreigabylt-
ingin beið í kjölfar fyrri heimsstyrjald-
ar. Andspænis þessari byltingu er hann
hluti alþjóðlegrar gagnbyltingar, og skal
þá ekki gert lítið úr þeim andstæðum
sem greina rússneskan ríkiskapítalisma
TiMM 7
97