Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 121
Lokast inni í lyftu segir nánar tiltek-
ið frá 24 ára stúlku, Ástu, sem lokast
í upphafi bókar inni í lyftu með ungum
manni. Hann býður henni starf við
byggingu orkuvers inni á miðhálendinu
sem hún þiggur. Starf hennar þar er
margvíslegt, m. a. að gæta Tomma, 5
ára sonar eins verkstjórans, Árna, sem
stendur í skilnaði við konu sína. Fljót-
lega fer henni að þykja afar vænt um
Tomma og síðar Árna, en berst á móti
þeim tilfinningum vegna þess að hann
er ekki skilinn á pappírnum. Að lokum
hittast Ásta og Árni endanlega skilinn í
téðri lyftu — og viti menn: lyftan fest-
ist á milli hæða á ný!
Límm nú á Lokast inni í lyftu með
tilliti til þess sem hefur verið sagt um
hugmyndafræði söguþráðar, þ. á m. af-
stöðu til kynja og forlagatrúar. En ekki
má þó gleyma „vinnandi alþýðufjöld-
anum“ sem bókin snýst óneitanlega um
að nokkru leyti.
Það sem einkum vekur athygli les-
andans varðandi Astu eru ýmsir þver-
brestir í persónusköpun hennar frá
hendi höfundar, alveg yfirgengileg siða-
vendni og lífsflótti. Þetta eru reyndar
einkenni flestra kvenpersóna í verkum
Snjólaugar.
Þverbrestir t persónusköpun:
sjálfstceði — ósjálfstceÖi
Ásta er kynnt til sögunnar sem sjálfstæð
kona sem var „rekin úr ágætu starfi
fyrir að mótmæla því að nýráðinn karl-
maður fékk mun hærra kaup við sömu
störf en hún eftir tvö ár“. (8) Ásta hefur
samt alltaf hvílt í náðarfaðmi fjöl-
skyldunnar: „Líklega hefði hún átt að
fara að heiman fyrr, þá væri hún ekki
svona skelfing hrædd við allt og ósjálf-
stæð.“ (13) Þegar starfsmannastjórinn
Umsagnir um bcekur
spyr hana, sem er elst fimm systkina,
hvort hún geti séð um Tomma litla,
segist hún ekki vita það, þar sem hún
hafi aldrei fengið tækifæri til að kynn-
ast börnum(H). — Af þessum dæmum
sést að ýmsar hroðvirknislegar misfellur
eru í persónusköpun Ástu strax í upp-
hafi.
Afstaða til kynja:
kaffistofan — virkjunin
Konurnar fimm í vinnubúðunum gegna
allar hefðbundnum kvennastörfum:
matseld, hjúkrun, þvotti o. þ. u. 1. Bogga
matráðskona er „eins konar" magna
mater, enda kemur fram að hún er barn-
laus og þarf að fá útrás fyrir „móður-
tilfinningarnar" á 200 manna starfsliði
staðarins. Enda ávarpar hún fólk yfir-
leitt sem börn, sbr. „elsku barn“ (19)
og „almáttugur, barn“ (32). Hún býr til
„ekta góðan heimilismat og vill helst að
allir borði yfir sig“ (14) og hellir upp
á könnuna og bakar jólakökur allan sól-
arhringinn, að því er virðist.
Rúna eldhússtúlka er þarna eingöngu
í því augnamiði að ná sér í mann, en
ekki er að sjá að henni verði ágengt.
Eða gleymir höfundur henni hreinlega?
— Helena hjúkrunarkona nær sér hins
vegar í kærasta og Lísa, systir Ástu,
krækir sér í Ottó starfsmannastjóra:
nokkuð feimr biti það, 26 ára, með
stúdentspróf og „langa reynslu af flest-
um störfum sem um getur“ (17)!
Ástu líkar prýðilega í vinnunni fram-
an af. Hún fær að skipuleggja störf sín
að mestu leyti sjálf og eykur það mjög
á öryggiskennd hennar, að því er virðist.
Hún hefur næmt, kvenlegt auga og
reynir að gera búðirnar sem vistlegastar
með því að sauma gluggatjöld o. þ. u. I.
í frístundum sínum gengur hún upp að
litlum fossi og saumar þar í stramma.
107