Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 123
og eru margar hverjar í skötulíki, sbr. frásögnina af því þegar stíflan brestur (10.—11. kafli). Af 200 vinnandi karlmönnum staðar- ins held ég að aðeins fjórir séu nafn- greindir. Þeir vinna myrkranna á milli, en óttalega litið samband virðist vera á milli þeirra. Þegar þeir eru inni við horfa þeir á sjónvarp, og ef ekkert er í sjónvarpinu, þá er horft á gamlar mynd- ir af myndsegulbandi. Kaffið er þeirra lífselexír: menn „skola niður stórri könnu af kaffi án þess að gefa sér tíma til að setjast" (86) og „drekka hafsjói af kaffi" án þess að mæla orð og eru rokn- ir á svipstundu. — Konurnar sitja hins vegar við hannyrðir á kvöldin og ræða um karlmenn. Þessum vinnandi mönnum kynnist lesandinn sem sagt ekki við störf, held- ur einkum á kaffistofunni, þegjandi við kaffiþamb og sjónvarpsgláp. Skyldi lífið ganga þannig fyrir sig á stöðum eins og Búrfelli og Sigöldu? Skyldu menn þar almennt aldrei ræða saman, aldrei gera sér dagamun með smáveisluhöldum? Er þetta hin vinnandi alþýða, „venjulegt fólk" í augum Snjólaugar eða ætlar hún að notfæra sér þetta svið á ódýran hátt til að „slá í gegn“ eins og piltarnir sem sungu: „Þegar vann ég við Sigöldu / meyjarnar mig völdu / til þess að stjórna sxnum draumum"? Hvað sem því líður, þá er augljóst að lífsmynd þessara tveggja verka fellur engan veginn sam- an. Ekki verður annað séð en að þessi bók sverji sig í ætt við aðrar ástarsögur í hópi dægurbókmennta: konunni er „hin eina sanna ást“ það eina sem gefur líf- inu gildi. — En það er ljóst af þeim viðtökum sem bækur Snjólaugar hafa hlotið að þær svara raunverulegum bók- Umsagnir um- bœkur menntalegum þörfum. Lestur slíkra bóka getur verkað sem hversdagsdóp fyrir þær konur sem finnst þær lifa innihalds- lausu lífi. Sú kona sem trúir á stundina stóru, ástina einu og sönnu, getur e. t. v. þraukað í leiðinlegri skrifstofuvinnu, við tilgangslausan uppþvott, ótrygg vin- áttusambönd, óvistlega blokk í Breið- holtinu. Þeirri samfélagsskipan, sem gerir hversdagslífið grátt og tilbreyting- arsnautt, ótryggt og tilgangslaust, er mjög í hag að þegnar þess trúi á stund- ina stóru, Astina miklu sem skyndilega kemur yfir þá og færir þeim lífsfyll- ingu og hamingju á svipstundu. Það er miklu hagstæðara heldur en þeir fari að krefjast þess að samfélagið sjálft veiti þeim ánægju og öryggi. Jóhanna Sveinsdóttir. LÍTIL ATHUGASEMD VIÐ SÉRSTÆÐA AÐDRÓTTUN Helga Kress sýnir mér þann óverðskuld- aða sóma að geta mín í þörfum og fróð- legum formála fyrir úrvali af sögum kvenna, sem hún tók saman á liðnu ári og gaf út undir heitinu „Draumur um veruleika“. Hún rekur lykilorð „bók- menntastofnunarinnar", sem hún nefnir svo, um bókmenntir kvenna, „kellinga- bækur“, til greinarkorns eftir mig frá árinu 1964. Telur hún þetta tiltekna orð bæði til marks um lítilsvirðingu mína á konum, „og þá sérstaklega göml- um“, og sýna „opnari andstöðu gegn kvennabókmenntum en áður mátti sjá“. Minna mátti það ekki vera! Alyktun lektorsins er satt að segja dálítið hvat- vísleg með tilliti til þess að í Morgun- blaðinu 22. desember 1964 birti ég all- langa grein í ritdeilu við Helga Sæ- 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.