Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 126
‘Tímarit Mdls og menningar
Mikil og knýjandi þörf er á átaki í þessum efnum. Þjóðfélag okkar verður sífellt
flóknara og öllum þorra almennings lítt skiljanlegt sakir þess að andstæður sam-
félagsins eru sveipaðar hjúpi yfirborðsvelmegunar. Á sama tíma vex upplausn,
verðbólga magnast og erlendur skuldafjötur leggst á þjóðina. Innan lands er hver
höndin upp á móti annarri — eins og ætíð gerist á upplausnartímum — og fram
settar lausnir eru sjaldnast annað en tilgangslítil sjálfsréttlæting viðkomandi aðila
til að viðhalda valdaaðstöðu sinni.
Án þekkingar, byggðrar bæði á reynslu og fræðilegum rannsóknum, tekst engum
að varða þann veg sem fara verður.
Hér er okkar skylda ótvíræð.
Þ. Ó.
Félagsráð Máls og menningar eftir aðalfund þess fyrir árið 1976.
Kosnir til ársins 1981: Helgi Hálfdanarson, Jón Helgason, Margrét Guðna-
dóttir, Óskar Halldórsson, Pétur Gunnarsson, Vésteinn Ólason, Vésteinn Lúðvíks-
son.
Kosnir til ársins 1980: Anna Einarsdóttir, Gísli Ásmundsson, Halldór Laxness,
Haukur Þorleifsson, Magnús Kjartansson, Ragnar Ólafsson, Snorri Hjartarson,
Þröstur Ólafsson.
Kosnir til ársins 1979: Jakob Benediktsson, Jónsteinn Haraldsson, Ólafur R. Ein-
arsson, Páll Skúlason, Sveinn Aðalsteinsson, Þorleifur Einarsson, Þorleifur Hauksson.
Kosnir til ársins 1978: Björn Svanbergsson, Björn Þorsteinsson, Guðrún Helga-
dóttir, Guðsteinn Þengilsson, Jón Guðnason, Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Kosnir til ársins 1977: Árni Bergmann, Árni Böðvarsson, Halldór Stefánsson,
Hermann Pálsson, Loftur Guttormsson, Sigfús Daðason, Sigurður Ragnarsson, Svava
Jakobsdóttir.
112