Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar fór að spyrja um seinustu söguna í Kvunndagsfólki. Mér fannst einsog eitthvað lægi undir þeirri spurningu og hálfvegis vék henni frá mér. — Þetta var ósköp vanalegur bíldraugur, — Hvað er draugur? spurði þá einhver. — Eilífðarvera er trúég orðið sem Þórbergur vildi nota, sagði ég. — Þekktir þú Þórberg Þórðarson vel? var þá spurt og ég fann hvernig hópurinn klofnaði í tvennt einsog hluti af fólkinu væri altíeinu kominn með annan og líflegri áhuga en hinir. Það gerði mig enn varfærnari — auk þess sem taugarnar hafa líklega verið nokkuð þandar eftir ferðalagið. Og enn var spurt. — Heldurðu að Þórbergur hafi í raun og veru trúað á framhaldslíf? Nú hugsaði ég mig vel og lengi um. Mér fannst spurningin einsog gildra sem einhver hluti hópsins væri að búa mér. Svaraði þó eftir bestu samvisku: — Ég veit það íyrir víst að Þórbergur „sá aldrei neitt“ og fékk persónulega aldrei neina „sönnun“. Hann talaði oft um þetta, lét þá sem sér þætti það leitt. Hvort hann í alvöru trúði á framhaldslíf veit ég ekki, en hitt veit ég að Þórbergur var alla sína æfi að leika sér að því að hugsa. Hann var nefnilega séní einsog hann sagði sjálfur. Ég veit það líka fyrir víst að fullyrðingar hans um framhaldslíf — sem vonandi hafa verið jafn gamansamar og annað sem frá honum kom — þær voru til þess kjörnar að sjá veröldina undir sjónarhorni sem var dálítið öðruvisi, frábrugðið því sem algengast var. Efnishyggja var eitur í hans beinum — og flatneskja. Allt sem orðið gat til þess að hrekkja flatneskjulega efnishyggjuna kringum hann notaði Þórbergur. Og sárasjaldan vissi ég hvort honum var alvara. Vonandi hefur alvara bara verið fjærri honum. Eftir þessa ræðu var engu líkara en af mér bráði slenið og deyfðina. Ég fór að segja sögur af Þórbergi, gekk um gólf og hermdi meiraðsegja eftir gamla manninum. Hef sjaldan verið heilsuhraustari. Undir miðnættið kom matseljan í dyrnar og sagði: — Ef þið ætlið að fá kvöldkaffi verðið þið að hætta núna! Eftir kaffið beið mín bílstjóri sem ók mér í bæinn. Aðuren ég fór kallaði Tryggvi Þór mig inná skrifstofu til sín. Honum var ögn einsog brugðið. Hann var fölur. Ekki var það þó vegna uppgjörsins sem við 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.