Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 109
Skólaumbcetur og skólagagnrýni
afturhaldið með ítroðslusjónarmiðin og hins vegar framsækin öfl skólamanna,
sem vilji efla persónulegan þroska nemenda. Því er svo hnýtt við að framsækni í
skólamálum verði að haldast í hendur við róttæka umbótastefnu á öðrum
sviðum.
í þessum „sósíalísku'* sjónarmiðum felst tröllatrú á skólagöngu. Efling
skólastarfs er gert að einum grunnþætti sósíalískrar baráttu. Feti lengra í
röksemdafærslunni gengur Guðrún Friðgeirsdóttir: „Það á m. a. að vera hlut-
verk menntunar að vera afl sem veldur breytingu á þjóðfélaginu til hins betra." (2)
Þorsteinn Vilhjálmsson (8) mælir eindregið með því að vegur verkmenntunar
verði aukinn, með því að verkskólar leysi meistarakerfi af hólmi og gefinn verði
kosturá fjölbreyttri sérþjálfun og framhaldsmenntun. Með því móti verði aukin
virðing verklegra starfa (og samfélagsstaða þeirra sem þau vinna væntanlega
styrkt, t. a. m. hvað varðar laun). Gísli Pálsson (11) telur að aukin samfélags--
fræðakennsla opni augu nemenda fyrir misbrestum samfélagsins og auknar
samfélagsfræðirannsóknir leiði slíka misbresti í ljós, valdhöfum til óþurftar.
Sumir höfundarnir, t. d. Jónas Pálsson og Þorsteinn Vilhjálmsson, telja að
framleiðniaukning og tækniþróun síðustu áratuga og það flóknara þjóðlíf sem
fylgir i kjölfarið krefjist aukinnar menntunar. Sósíalistar eigi að taka virkan þátt
i þessari þróun með umbótastarfsemi og leggja sérstaka áherslu á menntunar-
aukninguna — gera hana þannig úrgarði að persónuþroski nemenda eflist. Slik
umbótaviðleitni færi okkur bæði huglægt og hlutlægt nær sósíalismanum.
Hjá öðrum höfundum er menntastefnan ekki sett í slíkt samhengi, og hún er
jafnvel orðuð sem siðferðileg eða normatíf krafa, sbr. tilvitnun í Guðrúnu
Friðgeirsdóttur hér að ofan.
Það er skoðun mín að sósialísk menntastefna nái skammt á óskhyggjunni,
heldur verði að byggja á raunsæju mati á samfélagsþróun og hlutverki mennt-
unar í henni. Og mat Þorsteins og Jónasar er ekki raunsætt að minum dómi.
Það er rauði þráðurinn í skrifum hinna sósíalísku skólamanna að i auðvalds-
samfélagi samtímans sé möguleiki á skólaþróun sem stefni út fyrir þetta sam-
félag, verði lyftistöng sósíalískrar baráttu. Sósíalistum beri að styðja þá þróun
með virkri umbótastarfsemi. Ég tel hins vegar að möguleikar sósíalískrar
hreyfingar i skólum séu bundnir við baráttu gegn skólaþróuninni og við það að
sú barátta tengist annarri baráttu gegn auðmagnsþróuninni.
Þótt auðmagnsþróuninni fylgi miklar tækniframfarir leiðir það ekki til þess
að störf alls fjöldans verði flóknari og innihaldsríkari, heldur er verkalýður
sviptur inntaki vinnunnar, lífskjörum hans haldið í lágmarki, en lífsgæði og
framleiðsluþekking hlaðast á hitt skautið, auðmagnið. Almenn skólaganga fer
95