Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 67
,,Hamar með nýjum munni“
Hvað er þá eftir?
Nú má ekki skilja þessa flokkun sem spurningu um annaðhvort —
eða: annaðhvort speglun eða ekki, annaðhvort þessi speglun eða engin.
Hjá mörgum skáldum sameinast speglun og ekki-speglun, líka hinar
ólíku speglunaraðferðir. Svo er einnig hjá Hannesi. En í Heimkynnum er
það speglunin í náttúrunni sem er rauði þráðurinn. Og af árangrinum að
dæma er ekkert sem bendir til að þessi aðferð muni ganga sér til húðar á
næstunni. Reyndar styðst ég þá líka við von mína um að mannskepnunni
muni seint takast að „drepa“ náttúruna.
V
I ljóðinu stutta sem birt var hér að framan, þar sem þeir horfast í augu
tjaldurinn og skáldið, eða: þar sem skáldið speglar sig í tjaldinum, þar er
speglinum (eða speglunum) brugðið upp þegar sambandsleysið er orðið
algert vegna þess að þeir tala ekki lengur sama mál. I myndinni sjá þeir
ekki aðeins hvor annan, með einni líkingu verður skáldið tjaldurinn og
öfugt; skáldið speglar sig þá bæði í náttúrunni og sjálfum sér, um leið og
náttúran speglar sig bæði í skáldinu og sjálfri sér. Þegar speglunin er
þannig orðin tvöföld (eða fjórföld) fær líkingin margfalda merkingu:
einsemd mannsins gagnvart náttúrunni, einsemd mannsins gagnvart
sjálfum sér, einsemd mannsins gagnvart öðrum mönnum og svo fram-
vegis. En með því er spegluninni ekki lokið. Þegar skáldinu-tjaldinum er
líkt við tvo steina staka er brugðið upp andstæðu sem speglar hina
margföldu merkingu úti hið óendanlega. Geti lesandinn auk þess nýtt sér
hinar þrjár erkitýpur Hannesar sem koma fyrir í ljóðinu: sjó, stein, sand
— þá er hann þotinn inní speglasalinn á skautum. Það er þó engin
nauðsyn.
Hér ræður upphafsspeglunin úrslitum: skáldið speglar sig i tjaldinum.
Forsenda hennar og ljóðsins alls er að tjaldurinn sé í vitund lesandans
lifandi fugl. Ef við setjum eitthvað dautt í staðinn, til dæmis bílflak, þá
virkar spæglunin ekki og ljóðið kviknar aldrei. Merkilegt en satt: ef við
setjum „ég“ í staðinn fyrir tjaldinn virkar speglunin ekki heldur og ljóðið
53