Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 67
,,Hamar með nýjum munni“ Hvað er þá eftir? Nú má ekki skilja þessa flokkun sem spurningu um annaðhvort — eða: annaðhvort speglun eða ekki, annaðhvort þessi speglun eða engin. Hjá mörgum skáldum sameinast speglun og ekki-speglun, líka hinar ólíku speglunaraðferðir. Svo er einnig hjá Hannesi. En í Heimkynnum er það speglunin í náttúrunni sem er rauði þráðurinn. Og af árangrinum að dæma er ekkert sem bendir til að þessi aðferð muni ganga sér til húðar á næstunni. Reyndar styðst ég þá líka við von mína um að mannskepnunni muni seint takast að „drepa“ náttúruna. V I ljóðinu stutta sem birt var hér að framan, þar sem þeir horfast í augu tjaldurinn og skáldið, eða: þar sem skáldið speglar sig í tjaldinum, þar er speglinum (eða speglunum) brugðið upp þegar sambandsleysið er orðið algert vegna þess að þeir tala ekki lengur sama mál. I myndinni sjá þeir ekki aðeins hvor annan, með einni líkingu verður skáldið tjaldurinn og öfugt; skáldið speglar sig þá bæði í náttúrunni og sjálfum sér, um leið og náttúran speglar sig bæði í skáldinu og sjálfri sér. Þegar speglunin er þannig orðin tvöföld (eða fjórföld) fær líkingin margfalda merkingu: einsemd mannsins gagnvart náttúrunni, einsemd mannsins gagnvart sjálfum sér, einsemd mannsins gagnvart öðrum mönnum og svo fram- vegis. En með því er spegluninni ekki lokið. Þegar skáldinu-tjaldinum er líkt við tvo steina staka er brugðið upp andstæðu sem speglar hina margföldu merkingu úti hið óendanlega. Geti lesandinn auk þess nýtt sér hinar þrjár erkitýpur Hannesar sem koma fyrir í ljóðinu: sjó, stein, sand — þá er hann þotinn inní speglasalinn á skautum. Það er þó engin nauðsyn. Hér ræður upphafsspeglunin úrslitum: skáldið speglar sig i tjaldinum. Forsenda hennar og ljóðsins alls er að tjaldurinn sé í vitund lesandans lifandi fugl. Ef við setjum eitthvað dautt í staðinn, til dæmis bílflak, þá virkar spæglunin ekki og ljóðið kviknar aldrei. Merkilegt en satt: ef við setjum „ég“ í staðinn fyrir tjaldinn virkar speglunin ekki heldur og ljóðið 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.