Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 105
Skólaumbœtur og skólagagnrýni samfélagsgerðina, en grefst ekki fyrir um rætur hugmyndanna í efnislegri gerð samfélagsins. Þar sem hún sinnir eiriungis annarri hlið hinna tvíhliða tengsla hugmynda við efnisgerð samfélagsins gefur hún í skyn að hugmyndirnar hafi sjálfstæði. Marxísk greining gerir hins vegar grein fyrir þeim efnislegu afstæðum sem bera hugmyndirnar uppi og færa þær inn í skólana, og leiðir þar með í ljós hvílík blekking er að ætla hugmyndunum sjálfstæði. — Hér yrði of langt mál að flytja almenn rök gegn þeirri skólagagnrýni sem einblínir á hugmyndalegt forræði, enda koma þau rök fram í næstu köflurn. Á þessum stað langar mig til að varpa ljósi á villigötur þessarar gagnrýni með því að fara nokkrum orðum um það dæmi sem Loftur Guttormsson tekur í tilvitnuninni hér að ofan. Almenningsskólar voru víðast hvar stofnaðir við upphaf iðnbyltingar, en um þær mundir átti auðmagnið ekki i höggi við skipulagða verkalýðshreyfingu. Hins vegar áttu auðherrarnir við þann vanda að striða að vinnuaflið, sem var uppflosnað sveitafólk, hlítti ekki aga launavinnunnar. Hvaðanæva að bárust kvartanir yfir hysknu verkafólki, sem hljóp úr vinnu ef sólin skein á meðan dýrar vélar stóðu ónotaðar, hráefni lá undir skemmdum og framleiðsluáætlanir rösk- uðust. Flakk og önnur „vinnufælni“ var einnig útbreitt. Þegar við bættist að við upplausn lénsveldis tóku smábændur sjálfir að reka jarðir sínar var skólaskylda nærtæk lausn á samfélagsvandanum. í almenningsskólum var uppvaxandi vinnuafl agað og menn lærðu þann lestur og reikning sem var nauðsynlegur til að ,,reka“ eigið vinnuafl og smábúskap. Hér var ekki um að ræða samfélagsleg átök stéttanna, eins og skýring Lofts gefur til kynna, heldur nauðsyn þess að tryggja gróðasköpun og annan framleiðslugrundvöll samfélagsins gegn ódælu vinnuafli. Þótt átök stétta um hugmyndalegt forræði hljóti að koma fram í félagsmótun skólanna þarf ekki slik átök til að um innrætingu sé að ræða. Reyndar má segja að auðmagninu og kapítalísku ríkisvaldi geti staðið á sama um hugmyndaheim verkalýðsins, nema hann sé gróðasöfnun auðmagnsins fjötur um fót. Á hinn bóginn geta hugmyndir verkalýðs orðið auðmagninu til trafala löngu áður en hann sækir fram til samfélagslegs forræðis, og nægir þar að benda á fyrirbrigði eins og áhugaleysi um launavinnuna. Félagsmótun skólanna verður því ekki skilin út frá hugmyndalegum átökum stétta einvörðungu, heldur verður að leita rótanna í þróun hins kapítalíska framleiðsluferlis, áhrifum þess á lífsaðstöðu verkafólks og því andófi sem auð- magnsþróunin kveikir ávallt. Vinnuajlsframleiðsla skólanna. Hinum sósíalísku skólamönnum á Islandi er ekki tamt að líta á skólann í ljósi þess að hann býr fólk til starfa í auðvaldssam- 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.