Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 127
vegna þess að þarna er um svo viðamikið
og flókið mál að ræða að þess er ekki
nokkur kostur að gera því skil á fáeinum
blaðsíðum. Þetta er Silju greinilega ljóst
þótt hún reyni að friða samviskuna með
fáeinum orðum.
Eg sagði hér að framan að ég teldi
mikla þörf á opinni og hreinskilinni um-
ræðu um barna- og unglingabækur og
hún ætti að geta farið af stað á grundvelli
þessarar bókar. Því til áréttingar skal þess-
ari umsögn lokið með því að varpa fram
tveim athugasemdum sem báðar kvikn-
uðu og leiddu til heilabrota við lestur
íslenskra barnabóka 1780—1979.
Það er öldungis í samræmi við yfirlýs-
ingu Silju um markmið barnabóka að hún
reynist í riti sínu mjög höll undir svokall-
að raunsæi, þ. e. a. s. hún metur einna
mest þær bækur sem fjalla um raunveru-
legt umhverfi mannsins og greina frá at-
burðum sem í það minnsta gætu gerst,
hvort sem þeir hafa gerst eða ekki. Frá
þessu virðast mér að vísu vera undan-
tekningar þar sem mat fagurkerans verður
ofaná. En þau dæmi eru fá. — Undir þessa
skoðun taka áreiðanlega margir, en þó
hygg ég hún sé verð nokkurra hugleið-
inga.
Eftir umfjöllun um það sem Silja kallar
„gullöldina" í barnabókum okkar, þar
sem eru raunsæishöfundar 4. og 5. ára-
tugarins með Stefán Jónsson og þá
Austurbæjarskólamenn í broddi fylkingar,
kemst hún svo að orði: „Rithöfundar
„gullaldarinnar" vildu hjálpa börnum og
foreldrum að fóta sig í nýrri veröld, greina
samfélagið og þróun þess í breiðum,
raunsæjum skáldsögum og sýna hvernig
einstaklingurinn getur fundið sér sama-
Umsagnir um bakur
stað þar með ýmsu móti...“ (bls. 194).
Þetta er áreiðanlega laukrétt og greining
Silju á skáldsögum Stefáns og þróun
þeirra rennir mjög traustum stoðum
undir orð hennar. En nú getur manni
orðið spurn: Er ekki einmitt fólgin í þessu
ákveðin aðferð til að sætta lesendur við
kjör sín? Einmitt með því að sýna
„hvernig einstaklingurinn getur fundið
sér samastað þar með ýmsu móti“ dytti
mér í hug að halda þv't fram að slíkar
raunsæissögur séu reyndar afturhald af
versta tagi — þ. e. a. s. ef aöeins er litið á
hinn félagslega þátt þeirra. — Síðar í riti
sínu segir Silja: „Obbinn af bókmenntum
okkar, bæði fýrir börn og fullorðna, er
mettaður borgaralegum hugmyndum eins
og eðlilegt er, en í vönduðum bókmennt-
um eru þessar hugmyndir og gildi tekin til
endurskoðunar af hverri nýrri kynslóð,
athuguð miðað við breyttan tíðaranda og
jafnvel gagnrýnd, þótt ekki sé hróflað við
undirstöðunni, hagkerfinu sjálfu.“ (bls.
252—3). — Og enn síðar finnur hún að
raunsæishöfundum síðustu ára fyrir að
láta of oft við það sitja að benda á meinin,
vísa ekki veginn til úrbóta. (Hvar stönd-
um við núna? bls. 357—361). En gæti
ekki einmitt kjarni málsins verið sá að
raunsæisbókmenntir séu í eðli sínu alls
ekki vandanum vaxnar? Er raunsæi í bók-
menntum yfirleitt róttækt nema á yfir-
borðinu? Eða mætti hugsa sér að Lína
langsokkur og bækur Ole Kirkegaard séu
reyndar mun róttækari verk en skáldsögur
Wernströms — og það ekki síst formsins
vegna?
Síðari athugasemdin leiddi til hugleið-
inga sem vissulega ber að líta á sem
teóretískar fremur en tillögu um
TMM 8
113