Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 127
vegna þess að þarna er um svo viðamikið og flókið mál að ræða að þess er ekki nokkur kostur að gera því skil á fáeinum blaðsíðum. Þetta er Silju greinilega ljóst þótt hún reyni að friða samviskuna með fáeinum orðum. Eg sagði hér að framan að ég teldi mikla þörf á opinni og hreinskilinni um- ræðu um barna- og unglingabækur og hún ætti að geta farið af stað á grundvelli þessarar bókar. Því til áréttingar skal þess- ari umsögn lokið með því að varpa fram tveim athugasemdum sem báðar kvikn- uðu og leiddu til heilabrota við lestur íslenskra barnabóka 1780—1979. Það er öldungis í samræmi við yfirlýs- ingu Silju um markmið barnabóka að hún reynist í riti sínu mjög höll undir svokall- að raunsæi, þ. e. a. s. hún metur einna mest þær bækur sem fjalla um raunveru- legt umhverfi mannsins og greina frá at- burðum sem í það minnsta gætu gerst, hvort sem þeir hafa gerst eða ekki. Frá þessu virðast mér að vísu vera undan- tekningar þar sem mat fagurkerans verður ofaná. En þau dæmi eru fá. — Undir þessa skoðun taka áreiðanlega margir, en þó hygg ég hún sé verð nokkurra hugleið- inga. Eftir umfjöllun um það sem Silja kallar „gullöldina" í barnabókum okkar, þar sem eru raunsæishöfundar 4. og 5. ára- tugarins með Stefán Jónsson og þá Austurbæjarskólamenn í broddi fylkingar, kemst hún svo að orði: „Rithöfundar „gullaldarinnar" vildu hjálpa börnum og foreldrum að fóta sig í nýrri veröld, greina samfélagið og þróun þess í breiðum, raunsæjum skáldsögum og sýna hvernig einstaklingurinn getur fundið sér sama- Umsagnir um bakur stað þar með ýmsu móti...“ (bls. 194). Þetta er áreiðanlega laukrétt og greining Silju á skáldsögum Stefáns og þróun þeirra rennir mjög traustum stoðum undir orð hennar. En nú getur manni orðið spurn: Er ekki einmitt fólgin í þessu ákveðin aðferð til að sætta lesendur við kjör sín? Einmitt með því að sýna „hvernig einstaklingurinn getur fundið sér samastað þar með ýmsu móti“ dytti mér í hug að halda þv't fram að slíkar raunsæissögur séu reyndar afturhald af versta tagi — þ. e. a. s. ef aöeins er litið á hinn félagslega þátt þeirra. — Síðar í riti sínu segir Silja: „Obbinn af bókmenntum okkar, bæði fýrir börn og fullorðna, er mettaður borgaralegum hugmyndum eins og eðlilegt er, en í vönduðum bókmennt- um eru þessar hugmyndir og gildi tekin til endurskoðunar af hverri nýrri kynslóð, athuguð miðað við breyttan tíðaranda og jafnvel gagnrýnd, þótt ekki sé hróflað við undirstöðunni, hagkerfinu sjálfu.“ (bls. 252—3). — Og enn síðar finnur hún að raunsæishöfundum síðustu ára fyrir að láta of oft við það sitja að benda á meinin, vísa ekki veginn til úrbóta. (Hvar stönd- um við núna? bls. 357—361). En gæti ekki einmitt kjarni málsins verið sá að raunsæisbókmenntir séu í eðli sínu alls ekki vandanum vaxnar? Er raunsæi í bók- menntum yfirleitt róttækt nema á yfir- borðinu? Eða mætti hugsa sér að Lína langsokkur og bækur Ole Kirkegaard séu reyndar mun róttækari verk en skáldsögur Wernströms — og það ekki síst formsins vegna? Síðari athugasemdin leiddi til hugleið- inga sem vissulega ber að líta á sem teóretískar fremur en tillögu um TMM 8 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.