Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 13
Eftirmáli við Raunir Werthers
til Frankfurt. Hann hélt þó vináttu og bréfaskiptum við hjónaleysin og varð
til þess að útvega þeim giftingarhringa, þegar þau voru gefin saman í apríl
1773. Ekki er þar með sagt að Goethe hafi verið skotheldur fyrir örvum
ástarguðsins, þótt hann hafi flutt sig úr stað, því í Frankfurt endurtók sagan
sig að vissu leyti, er þar varð á vegi hans önnur ung kona, sem hét
Maximiliane von la Roche, dökk yfirlitum og svarteyg. Þar fór allt á sömu
lund, því sú var einnig lofuð og giftist brátt von Brentano kaupmanni og átti
með honum soninn Clemens von Brentano skáld. I Werther hefur hann að
einhverju leyti steypt þessum konum og kannski fleiri saman í eina, því þótt
Charlotte eigi þar að sjálfsögðu langstærstan hlut, eru þó alténd svörtu
augun, sem prýða Lottu Werthers frá Maximiliane komin.
A sama hátt og sjá má tvær eða fleiri konur að baki Lottu, má einnig segja
að aðalsöguhetjan, Werther, og afdrif hans eigi sér fleiri en eina fyrirmynd,
þótt meginuppistaðan sé vitaskuld ástarreynsla Goethes sjálfs. Aðrir þættir,
sem skipta þó meginmáli í sögunni, eru fengnir annars staðar að, svo sem
auðmýkingin sem Werther verður að þola af hálfu aðalsins, að ógleymdu
sjálfu sjálfsmorðinu, sem er auðvitað hátindurinn á öllu saman. Einnig þetta
fékk Goethe, ef svo mætti segja, upp í hendurnar, því einmitt í Wetzlar várð
harmsögulegur atburður af því tagi, sem lýst er í sögunni, skömmu eftir að
Goethe fór þaðan. Þar átti í hlut kunningi hans Carl Wilhelm Jerusalem,
prestssonur frá Braunschweig og efnismaður mikill, sem varð fyrir barðinu
á stéttarhroka aðalsmanna í Wetzlar og varð auk þess ástfanginn af giftri
konu. Hann stytti sér aldur í októbermánuði árið 1772, tuttugu og fimm ára
gamall, og vakti sjálfsmorð hans mikla athygli um allt landið og gremju í
garð aðalsmanna. Goethe rann þetta einnig mjög til rifja, og það er óhætt að
segja, að þetta atvik hafi átt stóran þátt í því að hann fór að skrifa Werthers
raunir í þeirri mynd sem verkið tók á sig, og lokaorðin eru tekin beint úr
bréfi frá Kestner, þar sem hann lýsir jarðarför Jerusalems fyrir Goethe:
„Prestur kom þar hvergi nærri."
Meginuppistöðuna í Werther hefur Goethe unnið tiltölulega beint úr
sinni eigin lífsreynslu og fundið fyrirmyndir að helstu sögupersónunum í
sínu næsta umhverfi, en það er ekki þar með sagt að við getum afgreitt
verkið sem „hráa lífsreynslusögu", því honum tekst að tengja þessa reynslu-
þætti saman á listrænan hátt, sem gefur því almennt og varanlegt gildi og
skírskotun. Og hann beitir þeirri list að styrkja meginþráð verksins með
ýmsum „hliðarstefjum" sem stuðla að því að magna áhrifin og eru upp-
fundning hans sjálfs, svo sem sögunni um ekkjuna og vinnumanninn, sem
endar með morði, um konuna með barnahópinn sem beið, meðan maður
hennar fór erindisleysu til Sviss í fjáröflunarskyni, um skrifarann, sem gekk
af göflunum af ást, og um stúlkuna sem fyrirfór sér. Allt þetta og ýmislegt
411