Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 13
Eftirmáli við Raunir Werthers til Frankfurt. Hann hélt þó vináttu og bréfaskiptum við hjónaleysin og varð til þess að útvega þeim giftingarhringa, þegar þau voru gefin saman í apríl 1773. Ekki er þar með sagt að Goethe hafi verið skotheldur fyrir örvum ástarguðsins, þótt hann hafi flutt sig úr stað, því í Frankfurt endurtók sagan sig að vissu leyti, er þar varð á vegi hans önnur ung kona, sem hét Maximiliane von la Roche, dökk yfirlitum og svarteyg. Þar fór allt á sömu lund, því sú var einnig lofuð og giftist brátt von Brentano kaupmanni og átti með honum soninn Clemens von Brentano skáld. I Werther hefur hann að einhverju leyti steypt þessum konum og kannski fleiri saman í eina, því þótt Charlotte eigi þar að sjálfsögðu langstærstan hlut, eru þó alténd svörtu augun, sem prýða Lottu Werthers frá Maximiliane komin. A sama hátt og sjá má tvær eða fleiri konur að baki Lottu, má einnig segja að aðalsöguhetjan, Werther, og afdrif hans eigi sér fleiri en eina fyrirmynd, þótt meginuppistaðan sé vitaskuld ástarreynsla Goethes sjálfs. Aðrir þættir, sem skipta þó meginmáli í sögunni, eru fengnir annars staðar að, svo sem auðmýkingin sem Werther verður að þola af hálfu aðalsins, að ógleymdu sjálfu sjálfsmorðinu, sem er auðvitað hátindurinn á öllu saman. Einnig þetta fékk Goethe, ef svo mætti segja, upp í hendurnar, því einmitt í Wetzlar várð harmsögulegur atburður af því tagi, sem lýst er í sögunni, skömmu eftir að Goethe fór þaðan. Þar átti í hlut kunningi hans Carl Wilhelm Jerusalem, prestssonur frá Braunschweig og efnismaður mikill, sem varð fyrir barðinu á stéttarhroka aðalsmanna í Wetzlar og varð auk þess ástfanginn af giftri konu. Hann stytti sér aldur í októbermánuði árið 1772, tuttugu og fimm ára gamall, og vakti sjálfsmorð hans mikla athygli um allt landið og gremju í garð aðalsmanna. Goethe rann þetta einnig mjög til rifja, og það er óhætt að segja, að þetta atvik hafi átt stóran þátt í því að hann fór að skrifa Werthers raunir í þeirri mynd sem verkið tók á sig, og lokaorðin eru tekin beint úr bréfi frá Kestner, þar sem hann lýsir jarðarför Jerusalems fyrir Goethe: „Prestur kom þar hvergi nærri." Meginuppistöðuna í Werther hefur Goethe unnið tiltölulega beint úr sinni eigin lífsreynslu og fundið fyrirmyndir að helstu sögupersónunum í sínu næsta umhverfi, en það er ekki þar með sagt að við getum afgreitt verkið sem „hráa lífsreynslusögu", því honum tekst að tengja þessa reynslu- þætti saman á listrænan hátt, sem gefur því almennt og varanlegt gildi og skírskotun. Og hann beitir þeirri list að styrkja meginþráð verksins með ýmsum „hliðarstefjum" sem stuðla að því að magna áhrifin og eru upp- fundning hans sjálfs, svo sem sögunni um ekkjuna og vinnumanninn, sem endar með morði, um konuna með barnahópinn sem beið, meðan maður hennar fór erindisleysu til Sviss í fjáröflunarskyni, um skrifarann, sem gekk af göflunum af ást, og um stúlkuna sem fyrirfór sér. Allt þetta og ýmislegt 411
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.