Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 14
Tímarit Máls og menningar fleira leggst á eitt til að auka örvæntingu Werthers og gera endalok hans sannfærandi. Bygging sögunnar er, þrátt fyrir alla fjölbreytni í stíl, einnig mjög skýr og hnitmiðuð, og skipting hennar í tvo hluta, sem enda báðir með brottför í mismunandi skilningi, myndar ákveðna stígandi, þar sem rótleysi og einsemd Werthers er látin vaxa jafnt og þétt. Tímaumgjörðin frá því í maí 1772 og þar til á aðfangadag jóla árið eftir helst einnig í hendur við gang mála, og árstíðaskipti og veðurbreytingar eiga einatt samsvaranir í sál hans, en ekki síst bendir þó sú breyting sem verður á bókmenntasmekk hans og lesningu, er hinn sólborni skáldskapur Hómers verður að víkja fyrir myrkum og mærðarfullum harmatölum Ossíans, ótvírætt til þess að það sé farið að halla undan fæti hjá Werther. Ur ástarraunum Goethes í Wetzlar á því Herrans ári 1772 hefur skapast býsna heilsteypt listaverk, þar sem fjölþætt skáldgáfa hans fær að njóta sín: auga sagnaskáldsins fyrir ýmsum smáatriðum umhverfis og atvikum mannlífsins, hæfileiki leikskáldsins til að draga upp myndræn atriði, hlaðin spennu, þar sem att er saman andstæðum, og loks vald ljóðskáldsins yfir blæbrigðum málsins og gáfa þess að lýsa innri hugarhræringum og láta þær endurspeglast í hinu ytra. Allir þessir þættir njóta sín einmitt einkar vel í því formi, sem hann valdi á endanum í stað leikritsgerðarinnar sem sveif fyrir honum upphaflega, sendibréfaforminu sem hann sótti til höfunda tilfinn- ingaskáldsagna á 18. öld, þeirra Richardsons (Pamela) og Rousseaus (La Nouvelle Héloise). Bréfin gefa honum frjálsar hendur til að lýsa ytri atburðum innan frá og láta öll sín innri geðhrif, hugarástand og afstöðu til þeirra birtast á skýran hátt. Þau eru stíluð til Wilhelms nokkurs (að fáum undanteknum, sem eru til Lottu), en hann er sannkallaður huldumaður og orkar með aðgerðarleysi sínu á stundum líkt og kórinn í grískum harmleik, einhvers konar milliliður milli höfundar og lesanda. Síðasti hlutinn á að vera skrifaður af útgefanda þessara bréfa, en þegar til kemur reynist alnánd hans allt að því með ólíkindum. I bréfunum bregður Goethe upp jafnt hrífandi og tilkomumiklum náttúru- myndum sem þunglyndislegum innri hugrenningum, jafnt almennum at- hugasemdum um tilveruna sem nákvæmum, oft ádeilukenndum lýsingum á atburðum og umhverfi, og það sem kallast má sjálf lífæð verksins, ást Werthers til Lottu, kemur einnig fram á ýmsan hátt, ekki síst í leikrænum frásögnum af fundum þeirra og samskiptum, allt frá því er hann sér hana fyrst í hópi yngri systkina, þar sem hún er að úthluta til þeirra góðgæti á móðurlegan hátt. Hér skynjar lesandinn fljótt að Werther er dæmdur til að falla fyrir einmitt þessari mannveru — og gott ef sumir lesendur gera það ekki líka í leiðinni — því þessi sjálfhverfi, reikuli og rótlausi einstaklingur sér þarna ljóslifandi þá eiginleika sem hann vantar og leitar að í kvenkyninu, 412
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.