Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 22
Tímarit Máls og menningar En hinumegin föstum standa fótum blásvörtum feldi búin Tindafjöll og grænu belti gyrð á dalamótum. Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll horfa þau yfir heiðarvötnin bláu, sem falla niður fagran Rangárvöll; (Gunnarshólmi) litfögur blóm úr værum næturblund smálíta upp að gleðja skáldið góða, (Hulduljód) I náttúrunni er líka annars konar líf, huldar vættir sem ýmist taka virkan þátt í sorg og gleði eða gegna einhvers konar verndarhlutverki. I Hulduljóð- um fer hulduþjóð á stjá þegar skyggja tekur og sú „hugarmynd" sem ávörpuð er þar verður allt í senn: huldukona, ástvina, skáldgyðja og táknmynd alls þess besta í þjóðarsálinni. I kvæðinu Nótt og morgunn er talað um „Islands verndarengil“ sem tyllir fæti á haug Ingólfs og kemur þannig af stað miklum jarðhræringum. I Uti í Vestmannaeyjum skrafar hafmey við séra Jón píslarvott um Tyrki. I Gunnarshólma er niðurlæging þjóðarinnar undirstrikuð með brotthvarfi vættanna — „Flúinn er dvergur, dáin hamratröll". I Fjallinu Skjaldbreið er eldurinn persónugerður — eða kannski öllu heldur vættgerður — og ferðalangur ákallar þar „Heiðarbúa" og biður að greiða glöðum gesti för. Og í Ferðalokum gráta „góðir blómálfar" skilnað elskendanna. Yfir öllu þessu góða lífi vakir guð sem ekki er einasta „höfundur alls sem er“ heldur líka „faðir og vinur“. Rómantískur náttúruskilningur gerir ráð fyrir mjög skýru stigveldi, þar sem allt þróast í átt til meiri fullkomnunar og maðurinn kórónar svo sköpunarverkið.8 I yfirliti sínu um fuglana á Islandi lýsir Jónas skiptingu Cuviers í fjórar höfuðgreinir dýranna, og þar er ýmislegt sem minnir á náttúrufræði Henrich Steffens. Um hryggdýrin segir Jónas: Fyrsta greinin er líka sú æðsta; þar er sköpulagið margbreyttast og mest vandað — ef ég má svo að orði komast, — það er sú grein, sem næst er manninum; náttúrunnar sköpunarafl leiðir þar fram marg- breyttar myndir, sem nálægjast meir og meir algjörleikans takmark, þangað til maðurinn fæðist sem fegursta blóm á þessari grein — að svo miklu leyti sem maðurinn er dýr.9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.