Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 22
Tímarit Máls og menningar
En hinumegin föstum standa fótum
blásvörtum feldi búin Tindafjöll
og grænu belti gyrð á dalamótum.
Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll
horfa þau yfir heiðarvötnin bláu,
sem falla niður fagran Rangárvöll;
(Gunnarshólmi)
litfögur blóm úr værum næturblund
smálíta upp að gleðja skáldið góða,
(Hulduljód)
I náttúrunni er líka annars konar líf, huldar vættir sem ýmist taka virkan
þátt í sorg og gleði eða gegna einhvers konar verndarhlutverki. I Hulduljóð-
um fer hulduþjóð á stjá þegar skyggja tekur og sú „hugarmynd" sem
ávörpuð er þar verður allt í senn: huldukona, ástvina, skáldgyðja og
táknmynd alls þess besta í þjóðarsálinni. I kvæðinu Nótt og morgunn er
talað um „Islands verndarengil“ sem tyllir fæti á haug Ingólfs og kemur
þannig af stað miklum jarðhræringum. I Uti í Vestmannaeyjum skrafar
hafmey við séra Jón píslarvott um Tyrki. I Gunnarshólma er niðurlæging
þjóðarinnar undirstrikuð með brotthvarfi vættanna — „Flúinn er dvergur,
dáin hamratröll". I Fjallinu Skjaldbreið er eldurinn persónugerður — eða
kannski öllu heldur vættgerður — og ferðalangur ákallar þar „Heiðarbúa"
og biður að greiða glöðum gesti för. Og í Ferðalokum gráta „góðir
blómálfar" skilnað elskendanna. Yfir öllu þessu góða lífi vakir guð sem ekki
er einasta „höfundur alls sem er“ heldur líka „faðir og vinur“.
Rómantískur náttúruskilningur gerir ráð fyrir mjög skýru stigveldi, þar
sem allt þróast í átt til meiri fullkomnunar og maðurinn kórónar svo
sköpunarverkið.8 I yfirliti sínu um fuglana á Islandi lýsir Jónas skiptingu
Cuviers í fjórar höfuðgreinir dýranna, og þar er ýmislegt sem minnir á
náttúrufræði Henrich Steffens. Um hryggdýrin segir Jónas:
Fyrsta greinin er líka sú æðsta; þar er sköpulagið margbreyttast og
mest vandað — ef ég má svo að orði komast, — það er sú grein, sem
næst er manninum; náttúrunnar sköpunarafl leiðir þar fram marg-
breyttar myndir, sem nálægjast meir og meir algjörleikans takmark,
þangað til maðurinn fæðist sem fegursta blóm á þessari grein — að svo
miklu leyti sem maðurinn er dýr.9