Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 23
. . . það sem menn kalla Geni Maðurinn er samkvæmt þessu dýr aðeins að nokkru leyti og þá væntan- lega að hinu leytinu guðlegrar ættar: maðurinn er „algjörleikans takmark". Bæði Jónas og Henrich Steffens líta svo á að einhvers konar heildarhugsun liggi að baki allri tilverunni og stjórni henni. Steffens verður tíðrætt um „Upprunalegan anda náttúrunnar" en Jónas nefnir þetta „náttúrunnar sköpunarafl" eða einfaldlega „lífsaflið". I greininni um eðli og uppruna jarðarinnar segir hann að í óumbreytanlegum lögmálum náttúrunnar birtist oss „Sá guðlegur vilji, er viðheldur hnattakerfum heimsins í sínu fagra og undrunarverða sambandi.“10 Hinu má svo ekki gleyma að Steffens er að taka dæmi úr náttúrunni til þess að sýna fram á háleitt sögulegt hlutverk Sénísins — öll röksemdafærsla hans miðar að þessu — á meðan Jónas er umfram allt að fræða bændur og búalið á Islandi um það sem hann áleit vera nokkur grundvallaratriði í náttúruvísindum. Eins og sést á bréfum hans var honum mikið í mun að vegur náttúruvísindanna yrði einhver á Islandi, hann taldi þau gegna mikilvægu hlutverki í vakningu þjóðarinnar. Aheyrendahópur þeirra er ólíkur og það hefur sitt að segja um ólíkan málflutning þeirra; Steffens talar til menntamannanna en Jónas til almúgans og gerir sér far um að vera skýr og skipulegur í framsetningu. Annað sem vert er að hafa í huga þegar þeir Jónas og Steffens eru bornir saman er sá tími sem líður á milli þeirra. Steffens flytur fyrirlestra sína í byrjun aldarinnar, en Jónas hefur nám sitt í Kaupmannahöfn árið 1832. Á þeim tíma sem liðið hefur þarna á milli hafði margt gerst og mesti ljóminn var farinn af rómantík en aðrar hugmyndir komnar á kreik — hugmyndir pósitífismans. III Hér var áðan minnst á leiðara Fjölnis, kvæðið Island, og það haft til marks um rómantíska fortíðardýrkun Jónasar. Hann hyllir fornar hetjur af fullkomnu óraunsæi, gyllir fortíðina alveg blygðunarlaust — en fyrir hvað? Oll lýsingin á frjálsræðishetjunum góðu einkennist af því hversu iðjusamir þessir menn eru, þeir eru samboðnir stórbrotinni náttúrunni vegna þess að þeir híma ekki í fleti sínu — þetta eru svo duglegir menn. Þeir þjóta landsfjórðunga á milli í stöðugu annríki og forsenda alls þessa blómlega atvinnulífs er varningurinn sem skrautbúnu skipin fyrir landi færa heim. Og jafnhliða því Alþingið — lýðræðið. Draumasamfélagið sem Jónas spinnur upp í fortíðinni hefur þannig á sér snið sem jafnvel sá raunsæi Jón Sigurðsson hefði samþykkt. Þó að greina megi rómantísk einkenni á kvæðinu er í því jarðsamband, það er ort í pólitísku augnamiði, og það vantar í það þá sjálfhverfu huglægni sem er svo ríkt einkenni á rómantískum kveðskap; hann er ekki að úthella eigin sjálfi á valdi leiðslu eða sýnar. 421
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.