Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 39
Ævintýr af Eggerti Glóa sig. Hún var næstum al-svartklædd, með svarta línhettu á höfðinu langt ofaná andlit, og hafði hækju í hendinni. Eg gekk til hennar, og bað hana að hjálpa mér. Hún setti mig niður hjá sér og gáf mér brauð og nokkuð af víni. Meðan ég var að borða söng hún andlega vísu með óviðkunnanlegri rödd. Þegar hún var búin, sagði hún mér ég mætti koma með sér. Þessu boði varð ég fegin, þó mér þætti kellingin undarleg í rödd og viðmóti. Hún stautaði fremur vonum á hækjunni, og gretti sig í hvurju spori, svo ég gat ekki að mér gert að hlæja fyrst framanaf. Fjalla-klungrin á bak við okkur voru alltaf að fjarlægjast, við gengum yfir fagurt engi, og þaðan um býsna langan skóg. Þegar við komum af skóginum, var sólin að ganga undir, og aldrei gleymi ég hvað ég fann og sá á þessu kvöldi. Fegursti gull-roði ljómaði allt um kring, eikurnar stóðu með höfuðin í kvöldroðanum, blíður bjarmi lá yfir jörðunni, skógarnir og eikablöðin bærðust ekki, himinninn var heiður og allt eins til að sjá og opin paradís, og kvöldklukkur þorpanna hljómuðu undarlega sorgarblítt yfir akra og engjar. Sálin mín unga fékk þar í fyrsta sinni grun af veröldinni og hennar viðburðum. Eg gleymdi mér og kellingunni, hugur minn og augu voru ekki annarstaðar en uppi hjá hinum gullnu skýjum. Við fórum nú uppá einn hól vaxinn birkirunnum; ofanaf hólnum var að sjá lítinn dal fullan af birki, inná milli trjánna stóð kofakorn. Þá heyrðum við gelt móti okkur, og í sama bili kom ofurlítill hundur stökkvandi til kellingarinnar, og dillaði rófunni; síðan kom hann til mín, skoðaði mig í krók og kring, og hljóp svo til hennar með vinalátum. Þegar við gengum niður af hólnum, heyrði ég undarlegan söng, sem mér virtist koma úr kofanum; það var einsog fuglsrödd, og söng þetta: I kyrrum skóg er kæti nóg, um sumar og gó og eilífð þó, er kæti nóg í kyrrum skóg. 437
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.