Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 40
Tímarit Máls og menningar Þessi fáu orð voru sítekin upp; ef ég á að lýsa því, var það nærri einsog þegar lúður og fjárpípa (skálmey) hljóma saman. Eg varð meir en forvitin; ég fór með kellingunni inní kofann, og beið ekki eftir hún byði mér innar. Það var farið að rökkva. Allt var dáindis þrifalegt, nokkrir bikarar stóðu þar á hillu, fáránleg ker á einu borði, ofurlítið gljáandi búr hékk út við gluggann með fugli í, og það var hann, og enginn annar, sem var að syngja vísuna. Kelling var að mása og hósta, það var einsog hún gæti ekki náð sér aftur; ýmist strauk hún hundinum eða talaði við fuglinn, en hann svaraði henni því sem hann var vanur að syngja; ekkert gaf hún sig um, þó ég væri viðstödd. Meðan ég var að virða hana fyrir mér, kom einatt geigur í mig, því hún var alltaf að gretta sig og riðaði með höfðinu einsog það væri elli-rið, svo ekki var að hugsa til að sjá hvurnig hún leit út í raun og veru. Þegar hún var orðin afmóð, kveikti hún ljós, breiddi á ofurlítið borð og setti þará kvöldmatinn. Síðan litaðist hún um eftir mér og sagði ég skyldi taka mér þar einn af riðnu tága-stólunum. A honum sat ég rétt á móti henni og ljósið á millum okkar. Hún lagði saman kræklurnar og las hátt, og var alltaf með gretturnar sömu, svo mér lá aftur við að hlæja; en ég sat á mér það sem ég gat, svo hún yrði ekki vond. Þegar við vorum búnar að borða, las hún í annað sinn, og vísaði mér síðan til sængur í ofurlitlum kofa; hún lá í stofunni. Eg vakti skamma stund, því ég var orðin lémagna af þreytu, en um nóttina vaknaði ég að öðruhvurju, og þá heyrði ég kellinguna hósta og tala við hundinn; þarámilli heyrði ég til fuglsins, það var einsog hann væri að dreyma og söng ekki úr vísunni nema orð á stangli. Þetta hvurutveggja og þotið í birkinu rétt fyrir utan gluggann, og náttgala- söngur býsna langt að, blandaðist allt svo undarlega saman, að mér fannst alltaf, einsog ég væri ekki vakandi, heldur færi mig aftur að dreyma annan undarlegri draum. Um morguninn vakti hún mig, og vísaði mér þegar til vinnu; ég átti sumsé að spinna, og nú var ég fljót að læra það, þaraðauki átti ég líka að sjá um hundinn og fuglinn. Ég fór skjótt að kunna við búskapinn, og kynnast öllu sem í kringum mig var; mér fannst einsog allt yrði svona að vera: mér hætti öldungis að koma til hugar, að kellingin væri neitt kynleg, og húsið stæði á undarlegum stað, eða 438
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.