Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 41
Ævintýr af Eggerti Glóa
fuglinn væri neitt sérlegur. Að sönnu þótti mér hann ætíð furðanlega
fallegur, því fjaðrir hans voru með allskonar litum: sumar voru
heiðbláar, sumar logandi rauðar, og þegar hann söng, þeytti hann sig
allan upp, svo að sumar fjaðrirnar sýndust ennþá fallegri.
Oft fór kellingin eitthvað í burt og kom ekki aftur fyrr en á
kvöldin. Þá gekk ég á móti henni með hundinn, og hún kallaði mig
barnið sitt og dóttur sína. Mér varð á endanum hjartanlega vel við
hana; svona geta menn vanið sig á allt, einkanlega í bernskunni. Á
vökunni var hún að kenna mér að lesa, ég lærði það fljótt, og varð
það mér seinna í einveru minni óþrjótandi ánægjubrunnur, því hún
átti nokkrar fornfálegar bækur skrifaðar, og í þeim voru undarlegar
sögur.
Enn í dag verð ég einhvurnveginn undarleg þegar ég minnist á
þáverandi kringumstæður mínar, ekkert mannsbarn kom til mín, og
heimilið svo fámennt, þó mér fyndist hundurinn og fuglinn vera eins
og gamlir kunningjar. Aldrei hefir mér tekist að rifja upp fyrir mér
nafnið á hundinum, svo sem ég nefndi hann þó oft — það var eitthvað
skrítilegt.
Svona var ég búin að vera 4 ár hjá kellingunni, og mun hafa verið
eitthvað 12 vetra, þegar hún fór loksins að trúa mér betur og sagði
mér frá einu leyndarmáli. Fuglinn átti sumsé eitt egg á hvurjum degi,
og var í því eggi perla eða gimsteinn. Aður hafði ég oftlega séð að hún
var eitthvað að laumast inn í búrið, en ég hafði aldrei gefið stóran
gaum að því. Nú fékk hún mér það starf á hendur, að taka þessi egg
þegar hún væri ekki við og koma þeim vandlega fyrir í fáránlegu
kerunum. Hún skildi eftir matinn handa mér og fór nú að vera lengur
í burtu, svo vikum og mánuðum skipti, snældan þaut, hundurinn
gelti, fuglinn söng, og allt var svo kyrrt þar í kring, að ég man ekki
eftir neinum stormi eða illviðri alla þá stund. Enginn maður villtist
þangað, ekkert dýr kom nærri húsinu, ég var ánægð og söng og
spann liðlangan daginn. — Maðurinn væri að líkindum nógu farsæll,
ef hann gæti lifað svona óséður allt til endadags.
Af því litla sem ég las bjó ég mér til undarlegar hugmyndir af
veröldinni og mönnunum; allt var lagað eftir mér og mínu heimili;
þegar mér duttu í hug duttlunga-menn, gat ég ekki hugsað mér þá
öðruvísi en litla hundinn, skrautbúnar konur litu ævinlega út einsog
fuglinn, og allar gamlar konur einsog undarlega kellingin mín. — Ég
439