Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 41
Ævintýr af Eggerti Glóa fuglinn væri neitt sérlegur. Að sönnu þótti mér hann ætíð furðanlega fallegur, því fjaðrir hans voru með allskonar litum: sumar voru heiðbláar, sumar logandi rauðar, og þegar hann söng, þeytti hann sig allan upp, svo að sumar fjaðrirnar sýndust ennþá fallegri. Oft fór kellingin eitthvað í burt og kom ekki aftur fyrr en á kvöldin. Þá gekk ég á móti henni með hundinn, og hún kallaði mig barnið sitt og dóttur sína. Mér varð á endanum hjartanlega vel við hana; svona geta menn vanið sig á allt, einkanlega í bernskunni. Á vökunni var hún að kenna mér að lesa, ég lærði það fljótt, og varð það mér seinna í einveru minni óþrjótandi ánægjubrunnur, því hún átti nokkrar fornfálegar bækur skrifaðar, og í þeim voru undarlegar sögur. Enn í dag verð ég einhvurnveginn undarleg þegar ég minnist á þáverandi kringumstæður mínar, ekkert mannsbarn kom til mín, og heimilið svo fámennt, þó mér fyndist hundurinn og fuglinn vera eins og gamlir kunningjar. Aldrei hefir mér tekist að rifja upp fyrir mér nafnið á hundinum, svo sem ég nefndi hann þó oft — það var eitthvað skrítilegt. Svona var ég búin að vera 4 ár hjá kellingunni, og mun hafa verið eitthvað 12 vetra, þegar hún fór loksins að trúa mér betur og sagði mér frá einu leyndarmáli. Fuglinn átti sumsé eitt egg á hvurjum degi, og var í því eggi perla eða gimsteinn. Aður hafði ég oftlega séð að hún var eitthvað að laumast inn í búrið, en ég hafði aldrei gefið stóran gaum að því. Nú fékk hún mér það starf á hendur, að taka þessi egg þegar hún væri ekki við og koma þeim vandlega fyrir í fáránlegu kerunum. Hún skildi eftir matinn handa mér og fór nú að vera lengur í burtu, svo vikum og mánuðum skipti, snældan þaut, hundurinn gelti, fuglinn söng, og allt var svo kyrrt þar í kring, að ég man ekki eftir neinum stormi eða illviðri alla þá stund. Enginn maður villtist þangað, ekkert dýr kom nærri húsinu, ég var ánægð og söng og spann liðlangan daginn. — Maðurinn væri að líkindum nógu farsæll, ef hann gæti lifað svona óséður allt til endadags. Af því litla sem ég las bjó ég mér til undarlegar hugmyndir af veröldinni og mönnunum; allt var lagað eftir mér og mínu heimili; þegar mér duttu í hug duttlunga-menn, gat ég ekki hugsað mér þá öðruvísi en litla hundinn, skrautbúnar konur litu ævinlega út einsog fuglinn, og allar gamlar konur einsog undarlega kellingin mín. — Ég 439
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.