Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 42
Tímarit Máls og menningar
hafði líka lesið eitthvað um ást, og spann upp í huga mínum margt
ævintýri um sjálfa mig. Eg hugsaði mér fegursta riddara í heimi, og
prýddi hann með allskonar kostum, án þess ég vissi í rauninni,
hvurnig hann leit út eftir alla mína fyrirhöfn. Eg gat reglulega kennt í
brjóst um sjálfa mig, þegar hann unni mér ekki aftur á móti; þá bar ég
fram langar og hjartnæmar ræður í huga mínum, og líkast til hátt
ástundum, til að geta áunnið hann. — Þér brosið, nú erum við líka öll
af æskuskeiði.
Nú þótti mér vænst um að vera ein heima, því þá réði ég öllu í
húsinu. Hundurinn var orðinn elskur að mér og gerði allt sem ég
vildi, fuglinn svaraði með vísunni sinni hvurs sem ég spurði, og
snældan mín snerist í sífellu, og langaði mig svo reyndar aldrei í
umbreytingu. Þegar kellingin kom heim af ferðum sínum, hældi hún
mér ævinlega fyrir hirtni; hún sagði búskapurinn færi langtum betur
fram, síðan ég hefði komið þangað, hún gladdist af því hvað ég
stækkaði og liti blómlega út, í stuttu máli: hún fór með mig öldungis
einsog ég væri hennar dóttir.
Þú ert væn barnið gott! sagði hún einusinni við mig; ef þú heldur
svona áfram, mun þér ætíð vegna vel; en aldrei verður það að góðu,
ef gengið er af réttum vegi; hegningin kemur eftirá, þó hún stundum
komi seint. Þegar hún sagði þetta tók ég lítið eftir því, því ég var allra
mesti fjörkálfur; en um nóttina datt mér það aftur í hug, og skildi síst
í, hvað það ætti að þýða. Eg velti fyrir mér hvurju orði; ég hafði lesið
um auðæfi, og loksins datt mér í hug, að perlurnar og gimsteinarnir
hennar kynnu ef til vildi að vera einhvurjar gersemar, þessi hugrenn-
ing fór að verða ljósari fyrir mér. En við hvað gat hún átt, þegar hún
talaði um rétta veginn? Eg gat ekki ennþá skilið fullkomlega þýðingu
orðanna.
Eg var þá 14 vetra gömul, og það er óhamingja fyrir manninn að fá
vitið einungis til þess að missa sakleysi sálarinnar. Mér skildist það
dável, að það stóð í mínu valdi að taka fuglinn og gersemarnar þegar
kellingin væri ekki heima, og leita svo uppi veröldina sem ég hafði
lesið um. Meðfram hélt ég það gæti svo farið, að ég fyndi gullfallega
riddarann, sem mér stóð alltaf fyrir hugskotssjónum.
I fyrstunni var þessi hugrenning ekki meir en hvur önnur hugrenn-
ing, en þegar ég sat svona með snælduna mína, rann hún mér í huga
ósjálfrátt aftur og aftur, og svo sökkti ég mér niður í þetta, að ég sá
440