Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 42
Tímarit Máls og menningar hafði líka lesið eitthvað um ást, og spann upp í huga mínum margt ævintýri um sjálfa mig. Eg hugsaði mér fegursta riddara í heimi, og prýddi hann með allskonar kostum, án þess ég vissi í rauninni, hvurnig hann leit út eftir alla mína fyrirhöfn. Eg gat reglulega kennt í brjóst um sjálfa mig, þegar hann unni mér ekki aftur á móti; þá bar ég fram langar og hjartnæmar ræður í huga mínum, og líkast til hátt ástundum, til að geta áunnið hann. — Þér brosið, nú erum við líka öll af æskuskeiði. Nú þótti mér vænst um að vera ein heima, því þá réði ég öllu í húsinu. Hundurinn var orðinn elskur að mér og gerði allt sem ég vildi, fuglinn svaraði með vísunni sinni hvurs sem ég spurði, og snældan mín snerist í sífellu, og langaði mig svo reyndar aldrei í umbreytingu. Þegar kellingin kom heim af ferðum sínum, hældi hún mér ævinlega fyrir hirtni; hún sagði búskapurinn færi langtum betur fram, síðan ég hefði komið þangað, hún gladdist af því hvað ég stækkaði og liti blómlega út, í stuttu máli: hún fór með mig öldungis einsog ég væri hennar dóttir. Þú ert væn barnið gott! sagði hún einusinni við mig; ef þú heldur svona áfram, mun þér ætíð vegna vel; en aldrei verður það að góðu, ef gengið er af réttum vegi; hegningin kemur eftirá, þó hún stundum komi seint. Þegar hún sagði þetta tók ég lítið eftir því, því ég var allra mesti fjörkálfur; en um nóttina datt mér það aftur í hug, og skildi síst í, hvað það ætti að þýða. Eg velti fyrir mér hvurju orði; ég hafði lesið um auðæfi, og loksins datt mér í hug, að perlurnar og gimsteinarnir hennar kynnu ef til vildi að vera einhvurjar gersemar, þessi hugrenn- ing fór að verða ljósari fyrir mér. En við hvað gat hún átt, þegar hún talaði um rétta veginn? Eg gat ekki ennþá skilið fullkomlega þýðingu orðanna. Eg var þá 14 vetra gömul, og það er óhamingja fyrir manninn að fá vitið einungis til þess að missa sakleysi sálarinnar. Mér skildist það dável, að það stóð í mínu valdi að taka fuglinn og gersemarnar þegar kellingin væri ekki heima, og leita svo uppi veröldina sem ég hafði lesið um. Meðfram hélt ég það gæti svo farið, að ég fyndi gullfallega riddarann, sem mér stóð alltaf fyrir hugskotssjónum. I fyrstunni var þessi hugrenning ekki meir en hvur önnur hugrenn- ing, en þegar ég sat svona með snælduna mína, rann hún mér í huga ósjálfrátt aftur og aftur, og svo sökkti ég mér niður í þetta, að ég sá 440
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.