Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 43
Ævintýr af Eggerti Glóa sjálfa mig skrúðbúna, og riddara og kóngasyni kringum mig. Þegar ég hafði gleymt mér svona, varð ég reglulega hrygg, þegar ég leit upp aftur, og rankaði við mér í kotinu. Þegar ég var að verki mínu, skipti kellingin sér ekki neitt af mér. Einn dag fór húsmóðir mín aftur að heiman og sagði mér, að hún mundi í þetta sinn verða burtu lengur en vant væri, ég skyldi nú hafa gott gát á öllu og láta mér ekki leiðast. Eg var einhvurnveginn hálf- hnuggin þegar ég kvaddi hana, því mér fannst einsog ég mundi ekki sjá hana aftur. Eg horfði lengi á eftir henni og vissi ekki sjálf, hvursvegna ég var svo hrædd; það var næstum einsog ég sæi fyrirætl- un mína, án þess ég vissi það greinilega. Aldrei hafði ég stundað betur seppann og fuglinn, og verið eins natin við þá; mér var annara um þá en vant var. Þegar kellingin var búin að vera nokkra daga að heiman, fór ég einusinni á fætur í þeim fasta ásetningi að fara með fuglinn úr kotinu, og leita að þessari svokölluðu veröld. Mér var þungt og þröngt um hjartað, mig langaði til að vera þar kyrr, og þó hafði ég andstyggð á að hugsa til þess; það var undarleg barátta í sálu minni, einsog tveir gagnstæðir andar væru þar að eigast við. Annað veifið þótti mér svo indæl kyrrðin og einveran, og hina stundina varð ég frá mér numin, að ímynda mér nýja veröldu og alla hennar margbreytni. Eg vissi ekki hvað ég átti að gera af mér; hundurinn var alltaf að flaðra uppá mig með vinalátum, glaða sólskin útum hagann, og bjarkirnar ljómandi grænar. Mér fannst einsog mér lægi ofboð á að flýta mér, þá tók ég vesalings hundinn, batt hann inní stofu og tók svo undir hendina búrið með fuglinum. Hundurinn bar sig illa og ýldi, af því hann var óvanur þessari meðferð; hann mændi til mín bænaraugum, en ég þorði ekki að hafa hann með mér. Síðan tók ég eitt kerið, og stakk því á mig; hin skildi ég eftir. Fuglinn sneri kynlega höfðinu, þegar ég var komin út í dyrnar með hann; hundurinn braust um að komast á eftir mér, en varð að sitja kyrr. Eg forðaðist að stefna uppí eyðifjöllin og gekk í gagnstæða átt. Hundurinn var einlægt að gelta og ýla, en ég kenndi ofboð í brjóst um hann; fuglinn ætlaði nokkrum sinnum að fara til að syngja, en hlaut að falla það örðugt meðan hann var borinn. Eftir því sem ég gekk lengra, eftir því varð ómurinn minni, þangað 441
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.