Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 43
Ævintýr af Eggerti Glóa
sjálfa mig skrúðbúna, og riddara og kóngasyni kringum mig. Þegar
ég hafði gleymt mér svona, varð ég reglulega hrygg, þegar ég leit upp
aftur, og rankaði við mér í kotinu. Þegar ég var að verki mínu, skipti
kellingin sér ekki neitt af mér.
Einn dag fór húsmóðir mín aftur að heiman og sagði mér, að hún
mundi í þetta sinn verða burtu lengur en vant væri, ég skyldi nú hafa
gott gát á öllu og láta mér ekki leiðast. Eg var einhvurnveginn hálf-
hnuggin þegar ég kvaddi hana, því mér fannst einsog ég mundi ekki
sjá hana aftur. Eg horfði lengi á eftir henni og vissi ekki sjálf,
hvursvegna ég var svo hrædd; það var næstum einsog ég sæi fyrirætl-
un mína, án þess ég vissi það greinilega.
Aldrei hafði ég stundað betur seppann og fuglinn, og verið eins
natin við þá; mér var annara um þá en vant var. Þegar kellingin var
búin að vera nokkra daga að heiman, fór ég einusinni á fætur í þeim
fasta ásetningi að fara með fuglinn úr kotinu, og leita að þessari
svokölluðu veröld. Mér var þungt og þröngt um hjartað, mig langaði
til að vera þar kyrr, og þó hafði ég andstyggð á að hugsa til þess; það
var undarleg barátta í sálu minni, einsog tveir gagnstæðir andar væru
þar að eigast við. Annað veifið þótti mér svo indæl kyrrðin og
einveran, og hina stundina varð ég frá mér numin, að ímynda mér
nýja veröldu og alla hennar margbreytni.
Eg vissi ekki hvað ég átti að gera af mér; hundurinn var alltaf að
flaðra uppá mig með vinalátum, glaða sólskin útum hagann, og
bjarkirnar ljómandi grænar. Mér fannst einsog mér lægi ofboð á að
flýta mér, þá tók ég vesalings hundinn, batt hann inní stofu og tók
svo undir hendina búrið með fuglinum. Hundurinn bar sig illa og
ýldi, af því hann var óvanur þessari meðferð; hann mændi til mín
bænaraugum, en ég þorði ekki að hafa hann með mér. Síðan tók ég
eitt kerið, og stakk því á mig; hin skildi ég eftir.
Fuglinn sneri kynlega höfðinu, þegar ég var komin út í dyrnar með
hann; hundurinn braust um að komast á eftir mér, en varð að sitja
kyrr.
Eg forðaðist að stefna uppí eyðifjöllin og gekk í gagnstæða átt.
Hundurinn var einlægt að gelta og ýla, en ég kenndi ofboð í brjóst
um hann; fuglinn ætlaði nokkrum sinnum að fara til að syngja, en
hlaut að falla það örðugt meðan hann var borinn.
Eftir því sem ég gekk lengra, eftir því varð ómurinn minni, þangað
441