Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 45
Ævintýr af Eggerti Glóa
seinan: þau gátu ekki glatt sig með mér, og svo var útséð um það, sem
mi^ hafði langað mest til á allri ævi minni.
Eg leigði mér lítið hús með laukagarði í viðkunnanlegri borg og
fékk mér þjónustumey. Ekki þótti mér veröldin eins undarleg og ég
hafði búist við; en ég fór að gleyma kellingunni og fyrrverandi
vistarveru minni, og var svo að mestu leyti dáindis ánægð.
Fuglinn hafði ekki sungið í langan tíma; mér varð þessvegna meir
en minna bilt við eina nótt, þegar hann tekur til aftur, og hefir
umbreytt vísunni. Hann söng:
I kyrrum skóg
ég kátur bjó;
þú iðrast þó,
mig sviptir fró,
þá kátur bjó
í kyrrum skóg.
Ég gat ekki sofnað liðlanga nóttina, allt rifjaðist upp fyrir mér, og
ég fann betur en endrarnær, að ég hafði breytt rangt. Þegar ég kom á
fætur, fékk ég hræðilega óbeit á fuglinum; hann horfði einlægt til
mín, og mér var ekki um náveru hans. Hann þagnaði nú aldrei á
vísunni sinni, og söng hana hærra og hvellara en hann hafði verið
vanur. Því meira sem ég virti hann fyrir mér, því hræddari gerði hann
mig; loksins lauk ég upp búrinu, fór inn með hendina, og tók utanum
hálsinn á honum, herti hugann og kreisti saman fingurna; hann sá á
mig bænar-augum, ég lét laust, en hann var þá dáinn. — Eg gróf hann
í garðinum.
Eftir þetta kom einatt í mig geigur við þjónustustúlkuna; ég
hugsaði til sjálfrar mín, og hélt hún kynni líka einhvurntíma að ræna
eða jafnvel myrða mig. — Ég hafði lengi þekkt ungan riddara, sem
mér féll óvenju vel í geð, ég lofaðist honum, — og hér er úti saga mín,
herra Valtari.
Þá greip Eggert frammí og sagði: Þú hefðir átt að sjá hana þá, hvað
hún var blómleg, hvað hún var saklaus, hvað hún var falleg, og hvað
uppeldi hennar í einverunni hafði gert hana einhvurnveginn óvenju
ástúðlega. Hún kom mér fyrir sjónir einsog eitthvurt furðuverk, og
ég unni henni ósegjanlega. Ég átti ekkert sjálfur; en af því henni leist
443