Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 45
Ævintýr af Eggerti Glóa seinan: þau gátu ekki glatt sig með mér, og svo var útséð um það, sem mi^ hafði langað mest til á allri ævi minni. Eg leigði mér lítið hús með laukagarði í viðkunnanlegri borg og fékk mér þjónustumey. Ekki þótti mér veröldin eins undarleg og ég hafði búist við; en ég fór að gleyma kellingunni og fyrrverandi vistarveru minni, og var svo að mestu leyti dáindis ánægð. Fuglinn hafði ekki sungið í langan tíma; mér varð þessvegna meir en minna bilt við eina nótt, þegar hann tekur til aftur, og hefir umbreytt vísunni. Hann söng: I kyrrum skóg ég kátur bjó; þú iðrast þó, mig sviptir fró, þá kátur bjó í kyrrum skóg. Ég gat ekki sofnað liðlanga nóttina, allt rifjaðist upp fyrir mér, og ég fann betur en endrarnær, að ég hafði breytt rangt. Þegar ég kom á fætur, fékk ég hræðilega óbeit á fuglinum; hann horfði einlægt til mín, og mér var ekki um náveru hans. Hann þagnaði nú aldrei á vísunni sinni, og söng hana hærra og hvellara en hann hafði verið vanur. Því meira sem ég virti hann fyrir mér, því hræddari gerði hann mig; loksins lauk ég upp búrinu, fór inn með hendina, og tók utanum hálsinn á honum, herti hugann og kreisti saman fingurna; hann sá á mig bænar-augum, ég lét laust, en hann var þá dáinn. — Eg gróf hann í garðinum. Eftir þetta kom einatt í mig geigur við þjónustustúlkuna; ég hugsaði til sjálfrar mín, og hélt hún kynni líka einhvurntíma að ræna eða jafnvel myrða mig. — Ég hafði lengi þekkt ungan riddara, sem mér féll óvenju vel í geð, ég lofaðist honum, — og hér er úti saga mín, herra Valtari. Þá greip Eggert frammí og sagði: Þú hefðir átt að sjá hana þá, hvað hún var blómleg, hvað hún var saklaus, hvað hún var falleg, og hvað uppeldi hennar í einverunni hafði gert hana einhvurnveginn óvenju ástúðlega. Hún kom mér fyrir sjónir einsog eitthvurt furðuverk, og ég unni henni ósegjanlega. Ég átti ekkert sjálfur; en af því henni leist 443
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.