Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 46
Tímarit Máls og menningar á mig, varð ég svona velmegandi; við fórum hingað, og höfum aldrei iðrast eftir því að við tókum saman. En nú er ég búin að masa frammá miðja nótt, sagði Berta; það er best við förum að hátta. Hún reis á fætur og gekk til sængurhúss. Valtari bauð henni góðar nætur, kyssti á hendina á henni og sagði: Heillin góð! ég þakka yður fyrir; mér er sem ég sjái yður með kynlega fuglinn og vera að gefa honum litla Strómi. — Hún svaraði öngvu, og gekk inn til sín. Síðan fór Valtari að hátta, en Eggert var að ganga um gólf í þungu skapi, þangað til hann sagði við sjálfan sig: er maðurinn ekki heimskingi? Það var mér að kenna, að kona mín sagði frá sögu sinni, og nú iðrast ég eftir þessari einlægni! — Ætl’ hann fari ekki illa með söguna? ætl’ hann segi ekki frá henni? Hvurnig er ekki maðurinn gerður? Ætli það komi nú ekki í hann blótuð ágirnd eftir gimsteinun- um okkar, svo hann búi til vélræði, og svíki okkur? Honum kom til hugar, að Valtari hefði ekki boðið sér góðar nætur svo vingjarnlega, sem líklegt hefði verið eftir þvílíka einlægni. — Ur því tortryggni er komin í hugann á annað borð, finnur hún líka ástæður í hvurju lítilræði. — Aftur hitt veifið ásakaði Eggert sig fyrir þessa svívirðilegu tortryggni við vin sinn og vænan mann, og gat þó ekki slitið sig frá henni. Hann var alla nóttina að velta þessu fyrir sér, og svaf lítið. Berta var veik og gat ekki komið til morgunverðar; það leit svo út, að Valtari gæfi sig lítið að því, og skildist við riddarann heldur þurrlega. Eggert skildi ekki neitt í þessu háttalagi; hann gekk inn til konu sinnar, hún var altekin, og sagðist halda að frásagan um nóttina mundi hafa gengið svona nærri sér. Uppfrá þessu kvöldi kom Valtari skjaldan í kastalann til vinar síns, og þá skjaldan hann kom, talaði hann einhvurja markleysu og stóð ekki við. Eggert hafði mestu kvöl af þessu háttalagi; hann lét að sönnu ekki bera á því við Bertu og Valtara, en þó gat hvur maður á honum séð, hvað honum var órótt niðri fyrir. Veikindi Bertu voru alltaf að verða ískyggilegri; læknirinn hristi höfuðið, roðinn var horfinn af kinnum hennar, og augun urðu hvassari og hvassari. — Einn morgun lét hún kalla á manninn sinn inn að rúmi sínu, en þjónustumeyjarnar urðu að fara út. 444
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.