Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 47
Ævintýr af Eggerti Glóa Hjartað mitt, sagði Berta, ég verð að segja þér nokkuð, sem nærri er búið að svipta mig vitinu og hefir tekið af mér heilsuna, svo lítilfjörlegt sem það sýnist vera. — Þú munt muna til, að hvað oft sem ég sagði sögúna mína, gat mér ekki með neinu móti dottið í hug nafnið á litla hundinum, sem ég var svo lengi saman við. Hérna um kvöldið datt það uppúr Valtara um leið og hann bauð mér góðar nætur: mér er sem ég sjái yður þegar þér voruð að gefa honum litla Strómi. Er þetta tilviljun? hefir hann getið sér til nafnsins, eða hefir hann nefnt það viljandi? og hvurnin er þá þessi maður riðinn við forlög mín? Stundum hefir mér komið til hugar, að ég væri að ímynda mér þessa tilviljun, en það er víst, mikils til of víst. Það kom yfir mig dauðans ótti, þegar ókunnugur maður rifjaði það svona upp fyrir mér. — Hvurnig líst þér á Eggert? Eggert horfði á konu sína sjúka, og sárkenndi í brjóst um hana, hann þagði og hugsaði sig um, sagði síðan eitthvað henni til huggun- ar og gekk í burt og inní afskekkta stofu; þar gekk hann um gólf öldungis sturlaður. Valtari hafði í mörg ár verið sá eini maður, sem hann hafði afskipti af, og þó var hann nú sá eini maður í veröldinni, sem honum var til angurs og kvalar að skyldi vera til. Honum fannst, einsog sér mundi verða glatt og létt í huga, ef að þessi eini maður væri frá. — Hann tók boga sinn til að fara á veiðar og skemmta sér. Þá var hávetur og veðrið kalt og hvasst; snjórinn var djúpur á fjöllunum, og beygði niður limar trjánna. Hann gekk víða, og svitinn stóð á enninu á honum; hann hitti ekki dýr, og jók það ógleði hans. Þá sér hann skyndilega eitthvað bærast langt í burtu; það var Valtari að tína mosa af eikunum. Eggert vissi ekkert hvað hann gerði, og miðaði til. Valtari leit við, og ógnaði honum þegjandi; en í sama bili þaut örin af boganum og Valtari féll. Eggert fann sér verða léttara við, en þó kom í hann ótta-hryllingur, svo hann varð að fara heim; hann átti þangað langan veg, því hann hafði villst langt inní skóga. Þegar hann kom heim, var Berta þegar önduð; hún hafði aftur talað margt um Valtara og kellinguna áður en hún lést. Eggert sat nú langan tíma í mestu einveru; hann hafði á undan ævinlega verið heldur þunglyndur, af því honum þótti ævintýrið konunnar sinnar vera hálf-ískyggilegt; hann hafði ævinlega kviðið fyrir einhvurjum óhamingju-viðburði, sem kynni að koma uppá, — 445
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.