Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 49
Ævintýr af Eggerti Glóa riddari í veislunni, sem alltaf hafði sýnt sig í óvináttu við Eggert, og spurt eftir konu hans og auðæfum öðruvísi en aðrir menn. Högni gekk til þessa manns, og töluðu þeir hljótt góðan tíma og horfðu alltaf til Eggerts. Nú sá hann að sannaðist grunur sinn: hann hélt sig vera svikinn, og kom í hann óttaleg bræði. Hann starði enn á þá, og vissi ekki fyrr til en hann sér höfuðið á Valtara, og svipinn, og síðan alla myndina hans: hann horfði enn um stund, og varð sannfærður um, að enginn annar en Valtari var að tala við riddarann gamla. — Hann skelfdist meir en frá verði sagt, strauk út í ósköpum, fór úr borginni þegar um nóttina, og komst heim í kastalann eftir marga villu-króka. Nú var hann allur á flótta og skundaði hús úr húsi; hugur hans var á einu flugi, hann hljóp frá óttalegum hugmyndum til annarra óttalegri, og ekki kom honum dúr á auga. Honum datt oft í hug, að hann væri vitstola, og byggi sér þetta allt saman sjálfur til af ímynd- unarafli sínu; þá mundi hann eftir svipnum hans Valtara og truflaðist enn þá meir. Hann ásetti sér að fara í langferð og koma svo í lag hugmyndum sínum, og var búinn að slá frá sér fyrir fullt og allt öllum vináttu-hug og löngun eftir viðkynningu. Hann fór á stað eitthvað út í bláinn, og gaf varla neinn gaum að landslaginu fram undan sér. Þegar hann hafði riðið nokkra daga, varð hann ekki var við fyrr en hann var búinn að villast inn í kletta- klungur, og sá þaðan hvurgi til vegar. Loksins hittir hann aldraðan bóndamann, sem vísar honum útúr klungrinu framhjá fossi nokkrum. Hann tók upp hjá sér peninga og ætlaði að gefa honum í staðinn, en bóndamaður þáði ekki. — Var ekki það? sagði Eggert við sjálfan sig: þarna gæti ég ímyndað mér aftur, að þetta væri enginn maður annar en Valtari, — og í því bili leit hann aftur við, og það var enginn maður annar en Valtari. — Eggert sló hestinn sporum, og reið einsog hann gat farið yfir engjar og skóga, þangað til hesturinn sprakk. — Eggert gaf sig ekki að því og fór gangandi leiðar sinnar. Hann gekk í leiðslu uppá hól einn; honum heyrðist hann heyra gjammað spottakorn í burtu, birkið þaut þess á milli, og hann heyrði að vísa var sungin með undarlegri röddu. í kyrrum skóg ég kátur bjó,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.