Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 56
Tímarit Máls og menningar Þjóðernissinnar 19. aldar gengu út frá því að vilji hverrar þjóðar til sjálfstjórnar væri eðlislægur. Nú á 20. öld er pólitísk þjóðernisstefna oftast skýrð sem sögulegt fyrirbæri sem verði til við ákveðnar aðstæður. Enski heimspekingurinn Ernest Gellner er einhver þekktasti kenningasmiðurinn um þjóðernisstefnu um þessar mundir. Hann sér hana eingöngu sem verk- færi í þjónustu iðn- og tæknivæðingar. I tæknisamfélagi er nauðsynlegt að fólk geti færst á milli stétta og starfshópa. Til þess að það geti gerst verða allir að kunna að lesa, og allir verða að vera læsir á sama mál. (Það á ekki eingöngu við læsi í venjulegum skilningi; fólk þarf líka að nota sömu mælieiningar, reikna sömu dæmi á sama hátt, kunna að vissu marki sömu erlend mál.) Til þess arna þarf samræmt, staðlað menntakerfi. Erfitt er að koma slíku menntakerfi á nema þjóðarmörk og ríkismörk falli bærilega saman. Og óskin um þetta samanfall er einmitt það sem Gellner kallar á enskunni „nadonalism“ og ég kalla pólitíska þjóðernisstefnu. Þegar vanþróuð landbúnaðarþjóð stendur frammi fyrir því að grannþjóð hennar (sérstaklega sé hún innan sama ríkis) iðnvæðist og auðgast, þá eiga þegnar hennar um tvennt að velja: Að flytjast til vaxandi iðnaðarbæja grannþjóðarinnar, taka upp tungumál hennar og freista þess að fá hlutdeild í auði hennar. Eða að hefja sjálfstæða iðnþróun (og heimta pólitískt sjálfstæði ef það er ekki fyrir hendi). Til að virkja fjöldann til slíks átaks, gefa honum traust á sjálfan sig og tilfinningu um samstöðu, er tekið að rækta og upphefja hin þjóðlegu verðmæti. Þarna, í ræktinni við þjóðsögurnar, alþýðuvísurnar og þjóðdansana, er einmitt stærsti snertiflötur þjóðernis- stefnu og rómantíkur. Sé þetta rétt býr viss tvöfeldni í eðli þjóðernisstefnunnar. Jafnframt því sem menn upphefja þjóðleg, alþýðleg og frumstæð gildi landbúnaðarsamfé- lagsins þá stefna þeir að útrýmingu þessa samfélags og að staðlaðri menn- ingu borgarbúa. Þjóðlegu sérkennin eru flutt á árbæjarsöfn til að rýma fyrir þjóðlegri tæknimenningu. A meðan allt stefnir að því að gera skútur, vélbáta og togara að máttarstólpum íslensks þjóðarbúskapar vitna menn aftur og aftur í Jónas: Bóndi er bústólpi — bú er landstólpi — því skal hann virður vel. Ekki munu allir vera sammála um að þjóðernisstefna sé svona nátengd iðnbyltingunni. Þegar ég hef fært hugmyndir Ernest Gellners í tal við sagnfræðinga hafa þeir oftast sagt að þjóðernisstefnan væri eldri en svo að þær gætu staðist. Margir segja að rætur hennar liggi aftur á miðaldir. Ég held 454
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.