Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 58
Tímarit Máls og menningar heimspeki hans væru „álitnar fyrir djúpsærustu og hæstu athugasemdir yfir veraldarsöguna sem til eru á þýsku.“ Nú má að vísu skilja heimspeki Herders sem hagnýtan boðskap. Samt sem áður er hún óneitanlega rómantísk, meira að segja ein af meginupp- sprettum rómantískrar hreyfingar 19. aldar. Skoðanir Fjölnismanna í alþing- ismálinu voru þannig dæmigerð rómantísk þjóðernisstefna. Þó að þeir vildu halda sig að svona gömlum fyrirmyndum um Alþingi voru þeir langt frá því að vera íhaldsmenn. Tómas Sæmundsson setti líka á blað drauma um að gera Reykjavík að myndarlegri höfuðborg og hafði stór orð um ágæti höfuð- borga. Jón Sigurðsson, helsti andstæðingur Fjölnismanna í Alþingismálinu, var vissulega þjóðernissinni líka. Og engin leið er að halda öðru fram en að sjálfstæðisbaráttan hafi verið honum mikið tilfinningamál. En þær tilfinn- ingar birtust alltaf í formi skynsamlegra ráða til að ná skynsamlegum markmiðum, og oft hagnýtum. Hann var afar órómantískur maður, enda ónæmur á tilfinningarök Fjölnismanna. Að tillögum Tómasar Sæmunds- sonar um skipulag Alþingis skopaðist hann í bréfi til vinar síns, sagði að Tómas vildi „hafa Alþing í öllum sínum forna blóma frá 12tu öld eða fyrri, með goðorðum og fimmtardómum um allt land — geturðu ekki fengið þér goðorðssnepil?“ I grein um málið í Nýjum félagsritum var hann yfirvegaðri, en viðhorfið er hið sama: „Samt sem áður mundi vera ráð, ef menn væru vissir um að þingið yrði vinsælla og landsmenn ötulli að sækja það ef það væri á Þingvelli, að setja það þar í fyrstu. . .“ VI. Fjölnismenn biðu ósigur í Alþingismálinu og féllu allir frá ungir, nema Konráð Gíslason sem hvarf allur að fræðimennsku. Þeir eignuðust heldur enga pólitíska arftaka. Rómantíkin missti sitt fyrsta vígi í íslenskum stjórn- málum, og það liggur við að maður geti sagt, sitt eina vígi. Þjóðernisstefna okkar hefur jafnan verið mjög á hagnýtum brautum síðan Fjölnir leið undir lok. Islendingar sýndu einbeitni og stórhug við að heimta þorskaslóð sína úr höndum Breta, enda var þar fyrir brýnum hagsmunum að berjast. En, þrátt fyrir mikið af vondri samvisku, hafa þeir aldrei getað hert sig upp í að heimta Miðnesheiði af Bandaríkjamönnum, enda myndi að því bæði skaði og óþægindi fyrsta kastið. Á hinn bóginn hefur rómantísk þjóðernisstefna lifað í skáldskap okkar og notið vinsælda langt út fyrir öll skynsamleg mörk. Jónas Hallgrímsson hefur löngum verið tákn þessa rómantíska þáttar í menningu okkar, og það er dæmigert að merkisberi raunsæisstefnu og hagnýtrar framfarasóknar, Hannes Hafstein, gaf út ljóðasafn hans og skrifaði æviágrip hans. Ef til vill 456
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.