Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 64
Tímarit Máls og menningar einstaklingshyggjunnar og sú skoðun allútbreidd að sérhver maður væri sinnar eigin gæfu smiður. Ein mikilvægasta björgunarleið rómantísku kyn- slóðarinnar var listin og listsköpunin, sem með réttu má nefna veg, sann- leika og líf fjölmargra villuráfandi leitenda. Listin var ekki aðeins hreinsun á sorgum og leiða hugans, heldur gaf hún lífinu einnig tilgang og merkingu. Því þó listamennirnir væru öðrum mönnum næmari á eymd og vonleysi tilverunnar, höfðu þeir yfirburði yfir þá að því leyti að þeir stóðu í nánum og lífrænum tengslum við heiminn, auk þess sem þeir voru færir um að breyta sorgum sínum og sálarangist í list, verðmæti sem jafnvel dauðinn megnaði ekki að eyða. II. Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826—1907) er sjálfsagt einhver allra besti fulitrúi rómantíska leitandans sem Islendingar hafa eignast. Hann var einn þeirra manna sem hvorki sætti sig við heiminn eins og hann er né þau takmörk sem þekkingarfræði raunhyggjunnar setur þeim sem vilja spanna öll svið tilverunnar og komast að tilgangi og innsta eðli lífsins. Allt líf hans var stöðug glíma við veröldina, leit að betri heimi, traustari þekkingu. En þó vart geti öllu fjölfróðari Islending fyrr né síðar fór með Gröndal eins og aðra sannleiksleitendur sem hafa næga sjálfsgagnrýni til að bera, takmarkinu varð ekki náð, enda vafasamt að vonir hafi nokkru sinni staðið til þess. Rómantíski leitandinn er nefnilega með þeim ósköpum fæddur að hann „getur aldrei fengið hvíld, hann kemst aldrei að takmarkinu, hann fær aldrei ósk sína uppfyllta, af því hún er ideel; hann er á sífelldri ferð, alltaf mitt í straumnum til þess að ná því sem ómögulegt er að ná“, eins og Benedikt Gröndal segir sjálfur um ídealistann (B.G. IV:220—221). Leitin er honum aðalatriðið, ekki fundurinn. Þessi óvenjulega afstaða rómantíska sannleiksleitandans helgast af vantrú hans á því að til séu algild hlutlæg svör við spurningum mannsins um heiminn og þeirri skoðun að finnist einhver mikilsverð sannindi um lífið og tilveruna eigi þau rót sína að rekja til einstaklingsins sjálfs, hugsana hans og verka. Þar er að finna grundvöllinn að allri merkingarmyndun mannsins. I kvæðabálkinum Hugfró, sem Gröndal orti meðan á klausturvist hans í Kevelaer stóð árið 1858, eru flest framangreind atriði tekin til umfjöllunar. Hér kappkostar Gröndal ekki einungis að ráða lífsgátuna og átta sig á eðli og uppbyggingu alheimsins, hann glímir einnig við vandamál mannlegrar þekkingar og bendir á hlutverk listarinnar fyrir manninn í leit hans að skilningi, tilgangi og hvíld í óróasömum heimi. 462
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.