Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar
einstaklingshyggjunnar og sú skoðun allútbreidd að sérhver maður væri
sinnar eigin gæfu smiður. Ein mikilvægasta björgunarleið rómantísku kyn-
slóðarinnar var listin og listsköpunin, sem með réttu má nefna veg, sann-
leika og líf fjölmargra villuráfandi leitenda. Listin var ekki aðeins hreinsun á
sorgum og leiða hugans, heldur gaf hún lífinu einnig tilgang og merkingu.
Því þó listamennirnir væru öðrum mönnum næmari á eymd og vonleysi
tilverunnar, höfðu þeir yfirburði yfir þá að því leyti að þeir stóðu í nánum
og lífrænum tengslum við heiminn, auk þess sem þeir voru færir um að
breyta sorgum sínum og sálarangist í list, verðmæti sem jafnvel dauðinn
megnaði ekki að eyða.
II.
Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826—1907) er sjálfsagt einhver allra
besti fulitrúi rómantíska leitandans sem Islendingar hafa eignast. Hann var
einn þeirra manna sem hvorki sætti sig við heiminn eins og hann er né þau
takmörk sem þekkingarfræði raunhyggjunnar setur þeim sem vilja spanna
öll svið tilverunnar og komast að tilgangi og innsta eðli lífsins. Allt líf hans
var stöðug glíma við veröldina, leit að betri heimi, traustari þekkingu. En þó
vart geti öllu fjölfróðari Islending fyrr né síðar fór með Gröndal eins og
aðra sannleiksleitendur sem hafa næga sjálfsgagnrýni til að bera, takmarkinu
varð ekki náð, enda vafasamt að vonir hafi nokkru sinni staðið til þess.
Rómantíski leitandinn er nefnilega með þeim ósköpum fæddur að hann
„getur aldrei fengið hvíld, hann kemst aldrei að takmarkinu, hann fær aldrei
ósk sína uppfyllta, af því hún er ideel; hann er á sífelldri ferð, alltaf mitt í
straumnum til þess að ná því sem ómögulegt er að ná“, eins og Benedikt
Gröndal segir sjálfur um ídealistann (B.G. IV:220—221). Leitin er honum
aðalatriðið, ekki fundurinn.
Þessi óvenjulega afstaða rómantíska sannleiksleitandans helgast af vantrú
hans á því að til séu algild hlutlæg svör við spurningum mannsins um
heiminn og þeirri skoðun að finnist einhver mikilsverð sannindi um lífið og
tilveruna eigi þau rót sína að rekja til einstaklingsins sjálfs, hugsana hans og
verka. Þar er að finna grundvöllinn að allri merkingarmyndun mannsins.
I kvæðabálkinum Hugfró, sem Gröndal orti meðan á klausturvist hans í
Kevelaer stóð árið 1858, eru flest framangreind atriði tekin til umfjöllunar.
Hér kappkostar Gröndal ekki einungis að ráða lífsgátuna og átta sig á eðli
og uppbyggingu alheimsins, hann glímir einnig við vandamál mannlegrar
þekkingar og bendir á hlutverk listarinnar fyrir manninn í leit hans að
skilningi, tilgangi og hvíld í óróasömum heimi.
462