Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 66
Tímarit Mdls og menningar En ástæðan fyrir vanhæfni sannleiksleitandans liggur vissulega ekki ein- ungis í því hve óendanlega margbrotinn og flókinn heimurinn er, hún felst fyrst og fremst í þeirri aðferð sem beitt er við þekkingarmyndunina. Sú þekkingarfræði sem beinir athygli sinni eingöngu að efnislegum hlutum og fyrirbærum, en lítur framhjá skynjun, skilningi og túlkun mannsins á þeim, hlýtur óhjákvæmilega að lenda í sífelldum árekstrum við manninn sjálfan sem hugsandi veru, þar sem hún leiðir ekki að neinni niðurstöðu sem hann getur sætt sig við. Það er í ljósi þessara staðreynda sem Gröndal snýr sér frá hlutveruleikanum að manninum sjálfum, en eins og áður hefur komið fram töldu rómantíkerar að þar væri að finna grundvöll allrar merkingarmyndun- ar. Ein og sér eru hlutir og fyrirbæri náttúrunnar aðeins ófullkominn möguleiki, sem fær þá fyrst raunverulegt gildi sitt og þýðingu þegar mannsandinn tekur til við að íhuga hann eða umskapa í störfum sínum. Með því að starfa með náttúrunni gefur maðurinn henni hlutverk og tilgang í lífi sínu og eyðir framandleikanum sem umvefur hana. Og séu skynjun og skilningur manna virkir og einstaklingsbundnir hæfileikar, þá hlýtur sér- hver maður að vissu marki að vera ábyrgur fyrir umhverfi sínu eða reynsluheimi. Þannig nær maðurinn sáttum við heiminn. Þessi trú á hlutverk mannsins í leitinni að samræmi, hvíld og sannleika í lífinu var vissulega afar mikilvæg, bæði fyrir einstaklinginn og listina. Hér finna menn annars vegar sterkan mótleik gegn bölinu og svartsýninni sem steðjaði að þeim. Þeir sjá að þeir eru ekki leiksoppar duttlungafullra örlaga, heldur geti þeir haft áhrif á tilveru sína með verkum sínum, með því að umbreyta veruleikanum samkvæmt sínum eigin hugsjónum og þörfum. A þann hátt nær maðurinn valdi á umhverfi sínu, gerist meistari þess í staðinn fyrir að vera því undirgefinn. Sem afleiðing þessa fengu athöfnin og sköpunin aukið gildi og þá ekki síst listsköpunin, enda trúðu rómantíkerar því að listin væri æðsta form mannlegrar sköpunar. Þessi trú á manninn var hins vegar einhver frjóasta uppspretta hugsana og hugmynda sem menn gátu komist að, því hún varð til að beina athyglinni að því frumlega og sérkennilega í fari hans og gerðum. Listamenn eru ekki lengur metnir eftir því hversu trúlega þeir fylgja hefðinni eða reglum og kenningum í listsköpun, heldur eftir sköpunargáfu sinni og dirfsku. Menn taka að leggja aukna rækt við ímyndunarafl og innsæi, bæði á þeirri forsendu að í beinni eða hrárri eftirlíkingu felist hvorki hugsun né skilning- ur, og vegna þeirrar skoðunar að mannshugurinn sé guðdómlegur í sjálfum sér. I Hugfró segir: Ó, maður, ímynd guðs, ég fyrst þig finn á frjóum akri sem á köldum sandi; 464
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.