Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 77
„Hve líf sem friðar nýtur andar rótt“
felur í sér hið ósegjanlega, það sem aðeins verður skynjað en ekki skýrt.
Þögnina í „Nafnlausu ljóði“ vil ég samt túlka á annan hátt. Hún er
raunveruleikinn sjálfur, án hennar ekkert sagt, enginn lifandi skáldskapur.
En máttug af sjálfri sér einni er þögnin í ljóðinu ekki; það ég sem talar í
lokin er ekki aðeins hún, tvípunkturinn vísar líka aftur fyrir sig. Allt þar til
ljóðmælandi spyr: „Hver ert þú?“ og nemur svar þagnarinnar er það
„veikasta sögnin að elska“ sem lesandi ætlar að gefi skáldinu mál; skáld-
skapur verður til við að elska í þögn, í ást á því lífi sem er lifað og er annað
en skáldskapur — eða hið þögla form hans. — Veikasta sögnin er aldrei
nefnd, hún brennur aðeins á vörum; hún býr að baki orðunum og gefur
þeim merkingu. Þannig ber hún í sér nokkuð af eðli bæði þeirra og
þagnarinnar og upphefur andstæðu þeirra, sameinar líf og skáldskap.
Af sama toga eru hugmyndir ýmissa annarra módernista. Danska skáldið
Paul la Cour segir:6
Ljóðið er aðeins þögn. . . . hátterni okkar hvern dag, sérhver athöfn okkar
móta Ijóð okkar. Þau verða ekki gerð af bókstöfum, heldur lífi.
Tign er yfir tindum
og ró
Sannleikur skáldskapar hvorki má né getur verið sannleikurinn eini; skáld-
skapur er túlkun á raunveruleika. Oft er til hægðarauka við það miðað að
maðurinn hafi skilið sig frá náttúrunni þegar hæfnin til að tala tungumál
þroskaðist með honum. Svo mikilvægt er tungumálið af því að það er
táknkerfi, ein margslungnasta og jafnframt þarflegasta mynd víðtæks mann-
legs táknunarhæfis; á táknum byggir maðurinn alla hugsun sína. Táknunar-
hæfið gerir manninum kleift að komast til skilnings á veruleikanum, með
táknbundinni hugsun. Kannski er einmitt réttara að segja að skilningsþörfin
í félagi við táknunarhæfið geri manninn að manni. Annar skilningur á
heiminum en táknrænn er manninum ekki tiltækur. Og tákn eru annað en
það sem þau vísa til, veruleiki um veruleika. Maðurinn túlkar eða skilur þá
raunveruleikann, gefur honum merkingu, með öðru en því sem raunveru-
leikinn er sjálfur — mannlegur veruleiki er annarlegur. Því er það að menn
skynja heiminn á mannkynsfalt ólíka og sérstaka vegu. Vatn kann að eiga
sér sannan og einn veruleika óháðan manninum en hann getur maðurinn
aðeins nálgast með táknum, sönnum en aldrei einsömum.
Samkvæmt framangreindum skilningi getur skáldskapur ekki verið bein
mynd raunveruleikans, eins og hann; skáldskapur er túlkun á honum í
margræðri táknmynd. Hann m. a. s. beinlínis virkjar til hins ýtrasta táknlegt
475